Kökur

Fljótleg rúlluterta

Ég bauð kunningjakonu minni í kaffi núna í morgun. Ég hugsaði með mér að það væri nú sniðugt að skella í rúllutertuna sem ég sá í bók á bókasafninu í gær. Tók mig ekki nema 20 min frá því að ég byrjaði og þangað til hún var tilbúin til átu 🙂

Fljótleg rúlluterta-2

Rúlluterta

3 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
0.5 dl mjólk eða rjómi

Fylling

2 dl sulta

Kveikið á ofninum á 250°c

Egg og sykur þeytt saman þar til það er ljóst og létt, hveiti og lyftiduft hrært saman við (annað hvort með sleikju rólega eða á lægstu stillingu á hrætivélinni). Í lokin er vökvanum hrært saman við.

Tertan er bökuð á bökunnarpappír, ég brýt uppá kantana á pökunnarpappírnum til að halda deginu öruglega á sínum stað. Ég sé í öðrum uppskriftum að það eru ekki allir sem gera það. Sumir hella bara deginu á pappírinn og dreyfa úr því í kassalega form. Passa bara að hafa bökunnarpappírinn á ofnskúfunni þar sem það er ekki hægt að færa pappírinn svo vel verði eftir að degið er komið á hann.  Bakið í ca 5 min, best er að fylgjast vel með tertunni á meðan hún bakast þar sem það tekur örskamma stund fyrir hana að brenna við. Takið tertuna út og fjarlagið af ofnskúffuni, hvolfið tertunni á annan bökunarpappír sem er búið að strá smá sykri yfir. Fjarlægið pappírinn sem tertan var bökuð á, ef hann er fastur við er gott að pensla pappírinn með köldu vatni.

Smyrjið sultunni á tertuna og rúllið tertunni upp. Látið hana bíða í pappírnum á meðan hún kólnar.

ATH: mjög mikilvægt er að baka kökuna alls ekki of mikið því þá er ekki hægt að rúlla henni upp.

Fljótleg rúlluterta

3 athugasemdir á “Fljótleg rúlluterta

  1. Mjög góð rúlluterta. Kláraðist strax á mínu heimili. Ég bakaði hana á 225° blæstri í 5 mín og var með hrútaberjasultu á milli.

    1. Frábært að heyra 🙂 Ég sjálf hef ekki verið með blástursofn í háa herrans tíð, frábært að fá hita og tíma fyrir bástursofn 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s