Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999.
Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili).
Ég er með nýja uppskrift að snúðum í undirbúningi fyrir daginn en þeir verða nú ekki tilbúnir til sýnis á blogginu nærri því strax og þ.a.l. tókum við saman allar hinar snúðauppskriftirnar okkar, af nógu er nefnilega að taka.
Gjöriði svo vel, það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á listanum: