Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar. Ömmusnúðar 500 gr hveiti 200gr sykur 250gr smjörlíki 1/8 tsk lyftiduft 1/8 tsk hjartasalt 3 egg Kanilsykur 7 msk sykur 1 msk kanill Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í… Halda áfram að lesa Ömmusnúðar
Tag: snúðar
Nutellasnúðar
Ég rakst á uppskrift að nutellasnúðum (eða snurror eins og þetta heitir á sænsku). Hér í Svíþjóð er mjög algengt að í staðin fyrir að rúlla snúðum upp á hefðbundinn hátt að búa til svona "snurror" úr þeim og ég ákvað að spreyta mig á þessu í síðustu viku. Ég notaði snúðadeigið frá mömmu… Halda áfram að lesa Nutellasnúðar
Epla- og karamellusnúðar
Einu sinni þoldi ég ekki gerbakstur, hann misheppnaðist alltaf, deigið var of klístrað, of þurrt, hefaði sig ekki nóg eða bara ekki neitt og var almennt bara mjög misheppnaður hjá mér. Mamma gerir heimsins bestu kanilsnúða (ég get alveg viðurkennt að mínir verða aldrei alveg jafn góðir og hennar) og það fór svo í taugarnar… Halda áfram að lesa Epla- og karamellusnúðar
Marsípan- og sítrónusnúðar
Miðað við að ég gaf mér og systur minni einhvern tíman viðurnefnið 'snúðasystur' þá hef ég ekki verið sérlega dugleg að prófa nýjar snúðauppskriftir í vetur. Þá sem hér fylgir á eftir prófaði ég um páskana (sem skýrir gulu páskaliljurnar) - semsagt, enn ein uppskrift sem ég hafði ekki alveg tíma til að koma á… Halda áfram að lesa Marsípan- og sítrónusnúðar
Kanelbullens dag
Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999. Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili). Ég… Halda áfram að lesa Kanelbullens dag
Hindberjasnúðar með glassúr
Í dag ætla ég að standa undir uppnefninu "snúðasystir" sem ég gaf sjálfri einhvern tíman á facebooksíðunni okkar. Ég rakst á svo fárálega girnilega snúða á uppskriftabloggarúntinum mínum um daginn að það var eiginlega ekki um annað að ræða en að baka þá strax. Ég á auðvitað fullt af snúðauppskriftum (t.d. hér og hér og… Halda áfram að lesa Hindberjasnúðar með glassúr
Snúðarnir hennar Pioneer Woman (eða þegar Stína bakaði risasnúða).
Ég á mér tvær uppáhálds snúðauppskriftir, uppskriftina hennar Unni frá Noregi og svo uppskriftina frá Pioneer Woman (sem mér skilst að sé nú ekkert "hennar" en það er nú önnur og mikið lengri saga 😉 ) . Ég er búin að baka Pioneer uppskriftina mjööööög oft og hún slær alltaf í gegn, fyrir mér er… Halda áfram að lesa Snúðarnir hennar Pioneer Woman (eða þegar Stína bakaði risasnúða).
Norskir kanilsnúðar og nýjar áskoranir :)
Nú eru bara örfáir dagar eftir af árinu og þar með áskoruninni sem ég og Tobba systir tókumst á hendur. Hún var semsagt að prófa eina nýja uppskrift að köku eða öðru sætabrauði fram að jólum 2012. Í desember breyttum við svo aðeins um stefnu og bökuðum bara jólatengdar kökur í nokkrar vikur 🙂 Ég… Halda áfram að lesa Norskir kanilsnúðar og nýjar áskoranir 🙂
Kanilsnúðakex
Það fer að verða vandræðaleg hvað það er mikið af kanilsnúðum og kanil hinu og þessu á þessari síðu. Ég var að leita að einhverju til að koma með í þessari viku í áskoruninni okkar systranna. Þegar ég var búin að renna í gegnum kannski 50 uppskriftir var ég farin að verða örvæntinarfull um þurfa… Halda áfram að lesa Kanilsnúðakex
Sænskir kanilsnúðar
Þegar við systurnar vorum litlar fékk fjölskyldan au-pair frá Noregi. Hún kom með meðsér uppskrift af norskum kanilsnúðum sem hafa verið bakaðir ótæpilega oft síðan þá - þetta voru sennilega snúðarnir sem gerðu okkur að bulla-(og kanil)fíklum! Allir vita að við systurnar erum miklir kanilaðdáendur og núna þegar ég er að heimsækja Stínu í sænska… Halda áfram að lesa Sænskir kanilsnúðar