Smákökur

Kanilsnúðakex

Það fer að verða vandræðaleg hvað það er mikið af kanilsnúðum og kanil hinu og þessu á þessari síðu. Ég var að leita að einhverju til að koma með í þessari viku í áskoruninni okkar systranna. Þegar ég var búin að renna í gegnum kannski 50 uppskriftir var ég farin að verða örvæntinarfull um þurfa að baka eitthvað sem mig langaði kannski ekkert til að borða sjálfri (það er náttúrulega hræðilegt). Eins og sólargeysli á dimmum degi kom þessi uppskrift á skjáinn og ég þurfti ekki að leita lengra. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þeir eru meira að segja mjög góðir án kremsins. Það þarf að kæla degið x 2 þannig að þessi uppskrift er svolítið tímafrek en þegar meður er með lítið kríli heima eins og ég, þá er bara nokkuð þægilegt að fá pásur inn á milli til að sinna barninu.

Snúðar
1 bolli (225 gr) mjúkt smjör
1/2 bolli (110 gr) púðursykur
1/2 bolli (100 gr) sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 tsk kanill
3 bollar (400 gr) hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt

Fylling
60 gr mjúkt smjör
73 gr púðursykur
2 tsk kanill

Krem
2 bollar (256 gr) flórsykur
2 matskeiðar (30 gr) brætt smjör
1/2 tsk instant kaffiduft (ég notaði kaffislettu)
2 tsk vanilludropar
2-4 msk mjólk

Snúðar

Blandið saman í skál hveiti, kanill, lyftidufti, og salti, skálin er svo sett til hliðar.

Þeytið saman smjörinu, sykrinum og púðursykrinum þar til blandan er oriðn létt og “flöffí”. Bætið eggjunum við einu í einu. Næst skal bæta við helmingnum af hveitiblöndunni og hræra vel saman. Setjið restina af hveitiblöndunni útí og hrærið vel. Deigið er svo sett í minni skál og plastfilma yfir. Sett í frysti í 30 mínútur, eða kæli í a.m.k. klukkutíma.

Þegar deigið er búið að vera í kælinum er því skipt í tvo jafna helminga. Annar helmingurinn er settur aftur í skálina og aftur í kæli. Leggið plastfilmu á vinnusvæðið, hnoðið kúlu úr deginu og setjið á plastfilmuna. Fletið út kúluna á plastfilmunni í 22 cm x 30 cm ferning, rúmlega 1 cm á þykkt. Smyrjið helmingnum af smjörinu sem er áætlaður í fyllinguna á deigið. Stráið helmingnum af púðursykrinum og kanilnum jafnt yfir deigið, þrýstið á sykurinn og kanilinn til að það leggist þétt að deginu. Notið plastfilmuna til að rúlla deiginu upp. Að lokum er degið sett í frysti í 30 mínútur, eða kæli í amk klukkutíma.

Náið í seinni deighlutann og endurtakið.

Forhitið ofninn í 190°C.

Eftir að deigið hefur verið kælt aftur er það skorið niður í rúmlega 1 cm þykkar sneiðar. Raðið á bökunarplötu og bakað í 10 til 12 mínútur. Passið að raða ekki of þétt á plötuna þar sem þær stækka töluvert.

Krem

Blandið saman í skál smjörinu, vanilludropunum og kaffinu. Hrærið flósykrinum saman við. Næst er mjólkinni bætt við einni matskeið í einu þar til kremið er orðið nógu þunnt til að það sé rennandi en ekki of þunnt.

Passið að snúðarnir séu orðnir alveg kaldir áður en kreminu er “drisslað” yfir snúðana. Látið kökurnar svo standa í svolitla stund áður en þær eru eru settar í geymslu.

Myndi ég baka þetta aftur? Ó já, þessi uppskrift á eftir að vera klassísk á þessu heimili.

6 athugasemdir á “Kanilsnúðakex

  1. Jömmí hvað þetta er girnó.. Ég er líka svona geðveikt svag fyrir öllu með kanil. Aldrei að vita nema maður prófi þessa bara svona á laugardegi 🙂
    Bestu kveðjur, og takk fyrir að leyfa manni að fylgjast með..

    1. Takk fyrir „heimsókina“ 🙂 Ég er nokkuð viss um að þú sérð ekki eftir því ef þú skellir í þessar, þær eru hrikalega góðar.

  2. Jæja er með grísina heima, eftir að hætt var við að bruna í borgina í fermingu. En hér er s.s. ekkert lát á hjá Vetri Konungi og við að öllum líkindum tept hér heima allavega í dag og jafnvel á morgun.. Múhhaaa.. en það stóð ekki á svari þegar ég spurði hvað ætti að baka. Þessir snúðar féllu sko alveg í kramið og eru ógó góðir 🙂 Takk fyrir þetta alltsaman.. Frábært …

    1. Frábært að heyra Emma 🙂 Þessir snúðar komu akkúrat svoldið á óvart fannst mér. Vonandi fer vetur konungur að slaka á heima á Fróni, svo vorið geti mætt með alla sýna dýrð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s