Kökur

Uppáhálds skúffukakan mín

 

Núna undir lok nóvember er ekki laust við að smá jólafiðringur sé farinn að gera vart við sig. Og Svíar eru líka farnir að setja sig í startholurnar fyrir jólin – auglýsingablöðin hrúgast í póstkassan með allskyns auglýsingum um það sem maður hreinlega „verður“ að eignast fyrir jólin. Og það sem maður verður að eignast fyrir jólin er ekki endilega sömu hlutir og á Íslandi. Eitt af því sem ég hef orðið vör við að er greinilega mikið atriði í Svíþjóð eru jólastjörnur í gluggann. Þetta verða fjórðu jólin mín í Svíþjóð og mér fannst skyndilega eins og núna YRÐI ég að eignast jólastjörnu eins og „allir hinir“ og skundaði því niður í miðbæ Stokkhólms í gær og keypti eina slíka. Og vitiði hvað – hún er bara svoldið kósý. Ekki frá því að hún komi manni í örlítið jólaskap 🙂

 

Allavega, þeir sem lesa einhver matarblogg hafa alveg áreiðanlega hnotið um vefsíðu Pioneer Woman einhvern tíman. Það er því kannski vera að bera í bakkafullan lækinn að birta uppskrift sem ég fann hjá henni. Það er samt sem áður þannig að eftir að ég prófaði skúffukökuna sem hún birtir á síðunni sinni þá hef ég eiginlega ekki bakað neinar aðrar (nema þegar ég sérstaklega beðin um það).

Það er ekki nóg með að kakan sé undursamlega góð (að mínu auðmjúka mati, og reyndar tekur eiginmaðurinn undir með mér!) heldur er hún ótrúlega fljótleg líka. Hvað þarf meira? Kakan er reyndar ekki nein uppfinning Pioneer Woman, hún virðist lengi hafa gengið undir nafninu ‘Texas sheet cake’ og vera mjög þekkt kaka í Bandaríkjunum. Verður samt ekki verri fyrir vikið 🙂

Ég get semsagt alveg eindregið mælt með þessar súkkulaðiköku, hún er mjúk og þétt og jafnvel örlítið rök í sér en það er kremið sem setur punktinn yfir i-ið, það er næstum eins og „fudge“ þegar það fær að kólna aðeins ofan á kökunni!

Uppáháldsskúffukakan mín

Kakan
2 bollar hveiti
2 bollar sykur
1/4 tsk salt
4 rúmar msk kakó
225 gr smjör
1 bolli sjóðandi vatn
1/2 bolli ab mjólk (eða létt ab mjólk eða venjuleg súrmjólk)
2 egg, slegin í sundur
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar

Kremið
1/2 bolli pekanhnetur (má nota valhnetur í staðinn eða sleppa alveg)
200 gr smjör
4 rúmar tsk kakó
90 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
500 gr flórsykur

Aðferð
Blandið saman hveiti, syrki og salti:

Bræðið í litlum potti smjör. Blandið kakóinu saman við og setjið svo sjóðandi vatn út í (ég er löt og nenni oftast ekki að sjóða vatnið sér, set það kalt út í og læt þetta allt ná suðu saman. Hvort þetta gjörbreytir kökunni veit ég ekki – þið verðið að vera löt á eigin ábyrgð 😛 )

Blandið smjörblöndunni saman við hveitiblönduna með sleif.

Blandið saman AB mjójlkinni og eggjunum, matarsódanum og vanilludropunum. Blandið saman við hveiti/smjörblönduna. Hellið í ofnskúffu og bakið við 175 gr. c í 20 mínútur. (ATH: ég nota venjulega djúpa ofnskúffu en ég held að í Bandaríkjunum sé ofnskúffan nokkru minni sem notuð er).

Meðan kakan er í ofninum er kremið búið til. Smjörið er brætt í potti og kakói bætt út í og hrært vel. Bætið út í mjólk, vanilludropum og flórsykri og blandað vel. Hnetum bætt út í ef vill. Hellt yfir kökuna með hún er ennþá heit og dreift vel úr.

 

2 athugasemdir á “Uppáhálds skúffukakan mín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s