Brauð og bollur · Gerbakstur

Hindberjasnúðar með glassúr

Hindberjasnúðar

Í dag ætla ég að standa undir uppnefninu „snúðasystir“ sem ég gaf sjálfri einhvern tíman á facebooksíðunni okkar. Ég rakst á svo fárálega girnilega snúða á uppskriftabloggarúntinum mínum um daginn að það var eiginlega ekki um annað að ræða en að baka þá strax. Ég á auðvitað fullt af snúðauppskriftum (t.d. hér og hér og hér) sem mér líkar vel (þ.e. uppskriftin að deiginu sjálfu) en mér finnst alltaf gaman að prófa nýjar uppskriftir og ég læt auðvitað deiguppskriftina sem ég prófaði í þetta skiptið fylgja með. Uppskriftin er sáraeinföld en ég fór eftir leiðbeiningunum og lét snúðana hefa sig tvisvar í tvo tíma í hvort skipti (þ.e. deigið fyrst og upprúllaða snúða svo) og hvort sem það var því að þakka eða ekki þá urðu þetta alveg ótrúleg mjúkir og flöffí snúðar þanig að mér fannst það alveg áreynslunnar virði. Eða hvaða áreynslu? Þetta er nú aðallega bara bið, vinnan er mjög lítil 😀

Hindberjasnúðar
Þetta eru amerískir snúðar og mér finnst amerískar snúðauppskriftir oft vera þannig að snúðarnir eru risastórir. Það er eins með þessa og þ.a.l. hafði ég þá minni – en þetta er eins og svo margt annað smekksatriði.

Hindberjasnúðar

Allavega, þetta eru snúðar með hindberjafyllingu og ég skal nú bara segja ykkur það að þetta er algerlega „winning combo“ eins og kaninn myndi segja – þeir voru eiginlega bara fáránlega góðir 😀 Þið bara verðið að prófa ef ykkur vantar að lífga aðeins upp á kanilsnúðabaksturinn, núna þegar líður að hausti 🙂

Hindberjasnúðar

 

Hindberjasnúðar með glassúr

Snúðar
250 ml mjólk
130 gr sykur
5 tsk þurrger (1 kubbur ferskt ger)
115 gr smjör, mjúkt
2 egg
1/2 tsk salt
580 – 650 gr hveiti*

Fylling
1 pakki frosin hindber (ca. 280 gr)
60 gr sykur
1 tsk maízenamjöl

Glassúr
130 gr flórsykur
3 msk rjómi eða mjólk

Hindberjasnúðar
Aðferð
1. Velgið mjólkina og stráið þurrgeri yfir** (eða myljið ferska gerið út í og leysið upp). Hrærið sykrinum út í vökvann. Bætið smjörinu, eggjunum og saltinu út í og hrærið vel. Bætið hveitinu út í í nokkrum skömmtum og hrærið. Hnoðið síðan þar til deigið er orðið mjúkt og þægilegt meðferðar – annað hvort í höndum eða hrærivél. Látið deigið hefa sig í u.þ.b. 2 klst eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

2. Ef þið eigið eldfast mót sem er ca. 22 x 33 cm að stærð notiði það. Ég á það ekki og notaði tvö sporöskjulaga aðeins minni mót (ég gerði líka flr snúða en uppskriftin kveður á um). Smyrjið mótin með smjöri. Setjið deigið á hveitistráð borð og fletjið út í u.þ.b. 25 x 60 cm ferhyrning.

3. Búið til fyllinguna með því að blanda öllum hráefnunum saman. Stráið henni jafnt yfir deigið og rúllið svo upp eins og hefðbundnum snúðum, eins þétt og þið getið. Skerið í 16 bita (ég vil mína snúða aðeins minni svo ég skar þéttar) og raðið í formið/formin. Látið hefa sig í aðra 2 klst. Það kemur hellingur af hindberjasafa í botninn á formunum á meðan á hefun stendur, það er alveg eðlilegt.

4. Bakið við 190 c í 20 – 25 mínútur. (Ég setti álpappír yfir snúðana seinni helming bökunartímans, þeir voru að brúnast fullmikið.)

4. Glassúr: Blandið flórsykrinum og mólkinni/rjómanum saman. Ef ykkur finnst glassúrinn of þykkur eða þunnur bætið þá við sykri eða vökva eftir þörfum. Hellið yfir snúðana.

*Eins og alltaf í gerbakstri borgar sig að prófa sig áfram, hveiti er mismunandi og betra að byrja á minna hveiti en meira þangað til maður nær æskilegri áferð.

*Ég nota orðið eingöngu ferskt ger (enda auðfengið í Svíþjóð) en þegar ég nota þurrger þá blanda ég því alltaf beint út í hveitið áður en ég set vökvann saman við. Ég veit aftur á móti að flestir heima vilja setja þurrger út í volgan vökva fyrst og þ.a.l. hef ég leiðbeiningarnar á þennan hátt.

Hindberjasnúðar

7 athugasemdir á “Hindberjasnúðar með glassúr

    1. Tyvärr Anna – vaxa engin hindber í okkar garði. En þar að auki eiga þau að vera frosin og ég myndi nú aldrei fórna ferskum í svoleiðis meðferð 🙂

      1. Nei, það er rétt. Ég á nú hindberjaplöntu hér úti en það koma ekki ber í sumar, alltof kalt. Hins vegar eru nokkur stikkilsber á leiðinni!

  1. Klárlega bestu snúðar í heimi! Bíð spennt eftir að þeim sem koma úr ofninum eftir nokkrar mínútur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s