Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Súper einfaldur kjúklingaréttur

Það er ekki oft að ég elda heima hjá mér þessa dagana. Þegar það gerist reyni ég að komast upp með að gera eitthvað kjánalega einfalt og fljótlegt 😉 Þennan súper einfalda og fljótlega kjúklingarétt fann ég á sænsku uppskriftasíðunni Matklubben. Ég breytti uppskriftinni aðeins og get ég alveg lofað því að þessi réttur verður eldaður aftur á þessu heimili. Ég notaði sterka salsa sósu en við erum hrifin af sterkum mat. Einnig kryddaði ég kjúklingin smá með salt og pipar. Það eina sem ég hugsa að ég geri öðruvísi næst er að steikja kjúklingin smá áður en hann fer í ofninn.

IMG_2620

Einfaldur kjúklingaréttur
3 kjúklingabringur
2 dl sýrður rjómi
2 dl salsa sósa
2-3 pressaðir hvítlauksgeirar
salt og pipar
Hitið ofninn í 200 gráður
Leggið bringurnar í smurt fat. Hrærið saman sýrða rjómanum, salsa sósunni og hvítlauknum. Dreifið sósunni yfir bringurnar og setjið inn í ofn í 25 mínútur ca.

Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum og grænmeti.

Ein athugasemd á “Súper einfaldur kjúklingaréttur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s