Eftirréttir · Kökur

Jarðarberjaterta með vanillukremi og þeyttum rjóma

Jarðaberjaterta

Ég hef örugglega sagt frá því áður hérna en midsommar stendur eiginlega jafnfætis jólunum hjá Svíum. Fólk flykkist helst út í sveit til að hitta slektið og borðar síld, nýuppteknar kartöflur, jarðaber, drekkur snafs og syngur drykkjuvísur.  Ég hef aldrei bakað ekta midsommartertu áður, í það minnsta ekki svo ég muni. Ég ákvað að láta verða af því um síðustu helgi og get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum – þetta er alger hátíðarkaka og myndi sóma sér vel á veisluborði 🙂

Jarðaberjaterta

Uppskriftin er fengin frá mjög vinsælum sænskum sjónvarpskokki, Leilu Lindholm.

 

Jarðarberjaterta með vanillukremi og þeyttum rjóma

Svampbotn
3 egg
2,5 dl sykur
1 tsk vanillusykur
50 gr smjör
1 dl mjólk
3,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi

Vanillukrem
5 dl mjólk
1 vanillustöng
1,5 dl sykur
7 eggjarauður
¾ dl maizena mjöl (sjá hér)
50 gr mjúkt smjör

Fylling
5 dl jarðaber
2,5 dl fersk hindber
1 dl sykur
3 dl rjómi

+ ferskir ávextir til að skreyta með

Aðferð

Svambotn

Stillið ofninn á 175°c og smyrjið lausbotna form.
Þeytið egg, sykur og vanillusykur saman þar til létt og ljóst.

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman og blandið varlega saman við eggjablönduna með sleif.

Bræðið smjörið, blandið saman við mjólkina og blandið saman við deigið.
Hellið deiginu í formið og bakið í 25 – 30 mínútur. Látið kökuna kólna alveg eftir að hún er tekin úr ofninum áður en hún er skorin í 3 jafna hluta.

Vanillukrem

Hellið mjólkinni í pott ásamt klofinni vanillustöng sem búið er að skrapa innihaldið úr. Látið mjólkina ná suðu. Þegar suðan er komin upp takið þá stöngina upp úr.

Þeytið sykur, gulur og maízenamjölið þar til létt og ljóst. Hellið heitu mjólkinni út í eggjablönduna og þeytið vel á meðan. Hellið aftur yfir í pottinn og hitið upp og þeytið mjög vel allan tíman. Þegar blandan er orðin þykk hellið þá yfir í kalda skál.

Bræðið smjörið í heitu kreminu meðan þeytt er, haldið er áfram að þeyta þar til kremið er alveg slétt og mjúkt. Kælið vanillukremið áður en því er smurt á kökuna.

Kakan sett saman
Stappið berin saman með sykrinum. Breiðið á neðsta botninn. Setjið næsta botn á og setjið vanillukremið á hann. Leggið efsta botninn á, þeytið rjómann og breyðið yfir kökuna. Skreytið gjarnan með ferskum berjum.

Jarðaberjaterta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s