Aðalréttir · Svínakjöt

Pulled pork í hægsuðupotti

pulled pork

Við gerum stundum „pulled pork“ (tætt svínakjöt?) í hægsuðupottinum okkar en hef hins vegar aldrei komið nálægt þeirri eldamennsku og leyfi eiginmanninum alfarið að sjá um það. Hann tók vel í beiðni um að skrifa færslu um matreiðslu á þessum rétti sem öllum á heimilinu finnst mjög góður 🙂

Ath, það fylgja leiðbeiningar um hvernig maður getur eldað þetta í ofni neðst!

—————————-
Jæja, hvenær hefurðu ekki lent í því að þú ert að fara að fá karlaklúbbinn í heimsókn en veist ekki hvað á að bjóða upp á?  Sumir karlar borða helst ekki grænmeti, en vilja annaðhvort eitthvað sætt eða eitthvað kjötmeti þannig að það þarf að miða matinn að þeim veruleika þegar karlahópur hittist í samkundu. Vissulega eru líka til Sushi- og grænmetiselskandi kallar eins og ég, en í öllum karlahópum er alltaf um 50% sem vilja bara fá sitt kjöt og kartöflur.  Á sumrin er þetta einfalt ….maður skellir bara kjötinu á grillið og skálar svo í ísköldu ölinu meðan grillmeistarinn vinnur sitt verk, en vetrarmánuðirnir reynast stundum erfiðari fyrir kjötæturnar.

Lausnin er einföld!  Pulled pork er réttur sem bæði er hrikalega einfalt að gera og mun hitta í mark hjá hvaða karli sem er.  Maður í raun hendir bara kjöti og hráefnum í slow cooker og bíður í 8 tíma.  Svo eins og töfrum líkast er komin unaðsleg pulled pork samloka á diskinn og búið að teyga tvo.

Uppskriftin:  (fyrir 6-8 samlokur)

(Fengin að láni með smá breytingum frá chow.com http://www.chow.com/recipes/30356-easy-slow-cooker-pulled-pork)

1 kg svínakjöt, best finnst mér að nota einfaldlega svínagúllas.  Þetta kemur allt eins út og engin ástæða til að snobba í kjötvalinu. (alls ekki að nota of gott kjöt, best að hafa nóg af fitu og sinum)

2 gulir laukar, hakkaðir
4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
2 kjúklingakraftsteningar leystir upp í bolla af vatni
1 msk púðursykur
1 msk salt, helst sjávarsalt
1-3 tsk chili duft (fer eftir smekk. 1 tsk er safe fyrir alla)
1/2-1 tsk kúmín (eftir smekk, ég notaði heila)
1/2-1 teskeið kanill (eftir smekk, ég notaði heila)
1/4 teskeið engiferduft (ekki nauðsyn, en ég bætti því við bara svona í ganni. EKKI VERRA!)
1-2 msk BBQ sósa (ekki nauðsyn, og má vera meira eftir smekk.  Ég mæli með 1 matskeið.  Þetta er aðallega til að minnka það hvað kjötið getur orðið þurrt.  Ég er annars ekki mikill BBQ-sósu aðdáandi.  Mæli með einhverju aðeins exótískari sósum…chipotle eða eitthvað slíkt.  Venjulegt bónus BBQ-sósa er bara sykurleðja fyrir ribbalda en ekki séntilmenn)

8 Hamborgarabrauð
Hrásalat
Cheddarostur (Hvaða ostur sem er virkar, en Cheddar er klárlega bestur)

Aðferð

Hakkið lauk og skerið hvítlauk.  Sett á botninn í slow cookerinn með kjúklingakraftinum.  Blanda saman öllum hinum hráefnunum (fyrir utan BBQ sósuna) í skál og rúlla gúllasinu upp í kryddblöndunni.  Setja í Slow Cookerinn á 8 tíma – low.  Eftir 8 tíma er mikið af vökvanum tekið í burtu og kjötblandan sett í skál.  Notið gaffal til að rífa það í sundur í litla strimla og bæta við BBQ sósunni eftir þörfum.  Borið fram á hamborgarabrauði með cheddarosti og hrásalati ofaná.  Ekki er verra að hafa franskar með!  Bjór er skylda.

Ath: Ef þið eigið ekki slow cooker þá má gera þetta í ofni á eftirfarandi hátt:

Setjið innihaldsefnin í steikar pott eða ofnfast mót og setjið álpappír yfir kjötið áður en það er sett inn í ofn.
Hitinn á ofninum þarf að vera minnst 90° c.
120° c myndi t.d. græja bóg, 3-4kg stykki á 8-9klst.
Mætti líka hafa á 100° c , en þá  þarf lengri tíma, líklega 12-13 klst.
Ef þið hafið lítinn tíma má setja ofninn í 250° í 10 min, það skefur 2-3 klst af eldrunartímanum.

5 athugasemdir á “Pulled pork í hægsuðupotti

  1. Ég prófaði ofnútgáfuna og var með kíló af grísahnakka (beinlausan), setti á 90 gráður í 3 tíma og kjötið breytti varla um svip. Tekið skal fram að ég er með nýjan ofn, ekki honum um að kenna. Hækkaði 125 gráður skv. uppskrift á vinotek og þá fóru hlutir að gerast. Þetta er svolítið vanreiknað hjá ykkur, held ég.

    1. Sæl Nanna
      Takk fyrir þessa ábendingu 🙂 Þetta er góð pæling að 90°sé ekki nógur hiti til að kjötið roðni einusinnin en það er hitastig sem við segjum að sé algert lágmark. Það stendur í uppskriftinni að ef þú setur kjötið á 100° þá taki það 12-13 tíma. Miða við þetta þá voru allavega 9-10 tímar eftir af eldunartímanum hjá þér og ansi margt sem getur gerst á 10 tímum. Mér skilst á internetinu að það skipti í raun ekki miklu máli hvað maður er með mikið kjöt nema auðvitað maður sért komin uppí mörg kg. Það að setja hitann á 120 skefur slatta af eldunartímanum eins og við bentum á þá tæki það 8-9 tíma í stað 12-13 á 100°.

      Kveðja

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s