Muffins

Sítrónu cupcakes með hindberjakremi

Sprautupokinn og stúturinn eru komin í hús 😀 Það eru litlu hlutirnir sem gera mig kjánalega mikið spennta 🙂 Ég varð að prufa og þetta var ást við fyrstu sprautun. Ég tek þessar með mér í vinnuna og byrja þannig vinnuhelgina með stæl.

Sítrónu cupcake með Hindberjakremi
100 gr kornax hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
100 gr smjör (mjúkt)
100 gr flórsykur
1 egg
2 tsk sítrónusafi eða 2 tsk rifinn sítrónubörkur
50 gr hvítt súkkulaði (hakkað)

Kveikið á ofninum, 180°c
Þeytið saman smjörið og flórsykurinn þar til það er létt og ljóst. Þeytið sítrónusafanum/sítrónuberkinum og egginu saman við smjörið. Sigtið þurrefnin saman við og hrærið saman með súkkulaðinu, hrærið þó eins lítið og þið komist upp með.
Setjið eina til eina og hálfa matskeið af deigi í cupcakesformin og bakið í 10 – 20 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn uppúr kökunum þegar stungið er í þær.
Látið kökurnar kólna alveg.

Hindberjakrem
110 gr smjör
1,25 dl frosin (eða fersk) hindber
1/2 tsk vanilludropar
450 gr flórsykur

Smjöri, hindberjum og vanilludropum hrært mjög vel saman. (NB: ég afþýddi ekki hindberin fyrst, en eflaust er það betra). Flórsykrinum bætt saman við smátt og smátt, og þeytt vel á milli. Eins og alltaf með smjörkrem þarf að stilla magn flórsykurs af þannig að kremið verði hæfilega þykkt.
Skreitið kökurnar með kreminu.

Ein athugasemd á “Sítrónu cupcakes með hindberjakremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s