Aðalréttir · Pottréttir

Haust Gúllas


IMG_8310

Ég veitt fátt betra en nautakjöt sem er búið að fá nægan tíma til að eldast og verða meyrt og mjúkt. Við keyptum 1/4 skrokk fyrir jól beint af býli og sé ég svo sannarlega ekki eftir því. Þegar við steikjum kjötið sést greinilega hvað það er miklu vatni bætt við kjötið sem maður kaupir úti búð, því það kemur varla neitt vatn á pönnuna núna. Mér m.a.s. oft fundist erfitt að ná að steikja kjötið almennilega þar sem það syndir bara um í vatni og soðnar.

Ég steypujárnspott þegar ég elda svona rétti en það er ekki nauðsynlegt. Ef ekki er til slíkur pottur er hægt að steikja kjötið á pönnu og færa það síðan yfir í pott. Ef þetta er gert þarf að setja smá vatn á pönnuna og skrapa upp það sem festist við pönnuna og hella yfir í pottinn með kjötinu, þar sem mikið og gott bragð tapast ef skrapið er ekki haft með.

Nautagúllas í tómatsósu

ca 400 gr Gúllas

2 dósir af niðursoðnum tómötum

4-6 meðalstórar kartöflur

1/2 – 1 sæt kartafla

gulrætur eftir smekk

1 tsk tómatpúrra

1-2 teningar kjötkraftur

Paprikuduft eða krydd að eginn vali

Grænmeti að vild (t.d. baunabelgir eða

brokkolí)

salt

pipar

olía til að steikingar

IMG_8299

Ég nota steypujárnspott þegar ég elda svona rétti en það er ekki nauðsynlegt. Ef ekki er til slíkur pottur er hægt að steikja kjötið á pönnu og færa það síðan yfir í pott, ef þetta er gert þarf að setja smá vatn á pönnuna og skrapa upp það sem festist við pönnuna og hella yfir í pottinn með kjötinu, þar sem mikið og gott bragð tapast ef það er ekki haft með.

Steikið gúllaskjötið upp úr smá olíu. Látið bitana brúnast, saltið og piprið eftir smekk. Þegar kjötið er búið að brúnast er tómötunumm hellt útá. Kryddið með kjötkraftinum, paprikunni og tómatpúrrunni. Leyfið sósunni að malla í góðan klukkutíma ( því minni sem kjötbitarnir eru því minni tíma þarf kjötið). Skerið niður kartöflur og gulrætur og bætið saman við, látið malla áfram í klukkutíma eða þar til gulræturnar og kartöflurnar eru tilbúnar. Það skiptir máli að gefa kjötin nógu langan tíma til að það verði mjúkt og gott. Ef þið viljið hafa meira grænmeti með þá er um að gera að sjóða svolítið frosið grænmeti og bera það fram með kjötinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s