Brauð og bollur · Gerbakstur

Járnpotta-brauð

Þetta brauð bakaði ég fyrir jól. Það tekur alveg ferlega langan tíma og þetta er ekki brauð fyrir þá sem vilja baka brauð með litlu veseni.  Brauðið er þrátt fyrir vesenið (eða þökk sé því) mjög gott og er skorpan á því svona hörð og “kröntsí”. Þetta er fínt helgar verkefni 😉

Til að baka þetta brauð þarf steipujárnspott (dutch oven). Þeir eru vinsælir þessi misserinn en minn pottur er eign betri helmingsins. Hann fékk hann í þrítugs afmælisgjöf og við erum búin að nota hann mjög mikið síðasta árið. Brauð bakstur virðist vera vinsæll í svona pottum og það er mikið til af uppskriftum þar sem brauð er bakað í slíkum pottum. Okkar pottur er með plast hnapp ofaná og tek ég hann af þegar ég baka brauðið þar sem ekki er mælt með að hann fari inn á meiri hita en 190° og brauðið er bakað á 250°.

Járnpotta-brauð
6 dl vatn við stofuhita
1 dl súrmjólk
1 tsk ger
2 tsk salt
13–15 dl Kornax brauðhveiti (blái pokinn frá Kornax)

Hellið vatni, súrmjólk, geri og salti í skál.
Hrærið 8 dl af hveitinu saman við þannig að úr verður blaut klessa.
Setjið plastfilmu á skálina og látið klessuna hefa sig í 4-8 tíma.
Hnoðið 5 dl af hveitinu saman við og látið hefa sig undir viskustykki í 2-8 tíma (tilvalið að láta deigið hefast yfir nótt).
Ef deigið er mjög laust í sér á þessum tímapunkti er ráð að hnoða 1-2 dl af hveiti saman við það. Það má vera soldið laust í sér en þó ekki þannig að það hangi ekki saman.

Stillið ofninn á 250°. Stráið hveiti í botninn á steipujárnspottinum og látið pottinn inní ofninn með lokinu á.
Rúllið upp deiginu og pakkið því inní viskastikki sem er hveiti stráð. Látið deigið hefast í 30 min.
Leggið deigið í potinn og lokið á.
Bakið brauðið í 15-20 mínotur neðarlega í ofninum. Þegar tíminn er liðinn er lokið tekið af og hitinn á ofninum lækkaður í 225° og brauðið bakað í aðrar 15 – 20 min.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s