Muffins

Muffins með rjómaosti og hindberjasultu

Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það sem ég myndi skella á borðið snemma morguns en jæja, sinn er siður í hverju landi… 

Muffins með rjómaosti og hindberjasultu 

4,4 dl kornax hveiti 
1 tsk lyftiduft 
0,5 tsk matarsódi 
¼ tsk salt 
250 gr rjómaostur 
130 gr smjör, mjúkt 
1 bolli sykur 
2 egg 
0,6 dl mjólk 
½ tsk vanilludropar 
Hindberjasulta 
Flórsykur 

——— 

Stillið ofninn á 175°c 

Blandið saman hveiti, lyfitdufti, matarsóda og salti í skál. Setjið til hliðar. 

Þeytið saman rjómaosti, smjöri og sykri þangað til vel blandað, ca. 3 mínútur. Bætið eggjunum út í, einu í einu og þeytið vel á milli. Bætið þurrefnunum út í tveimur skömmtum og setjið mjólkina og vanilludropana út í á milli. Blandið vel saman. Setjið í muffinsform og fyllið u.þ.b. 2/3 af forminu. Setjið nokkrar doppur af hindberjasultu á hverja köku og notið svo hníf til að “swirla” sultunni í hverja köku (þ.e. dragið hnífinn í gegnum sultana). Bakið í 25 – 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunni. 

Leyfið muffinsunum að kólna áður en þið stráið smá flórsykri yfir þau upp á skraut. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s