Einfalt · Kökur

SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA

Þessa köku rakst ég á í Hembakat. Ég var búin að bíða í nokkrar vikur eftir rétta tækifærinu til að baka hana, tækifærið kom þegar vinkona mín að sunnan kíkti við í kaffi.

Það sem gerir þessa köku öðruvísi er að það þarft ekki hrærivél eða þeytara til að hræra hana saman, pískur eða sleif gerir allt það sem þarf að gera 🙂 Það skemmir ekki fyrir að það eru einungis 7 hráefni sem þarf til að galdra fram þetta ljúmeti.

Ég bakaði þessa köku aftur fyrir afmæli 9 ára dóttur minnar. Tvær kökur voru kannski helst til yfirdrifið magn og því varð töluverður afgangur. Þrem dögum seinna var hún ennþá svo mjúk og góð að maður gæti haldið að ég hafi misst dollu af E-efnum útí degið 🙂

Berjakaka

75 gr smjör
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
2 dl sykur
2 egg
2.5 dl hveiti
1-2 dl ber (frosin eða fersk)

Stillið ofninn á 175°c

Bræðið smjörið í potti. Hrærið lyftiduftinu, vanillusykri, sykri, eggjum og hveiti saman við smjörið í þessari röð! Hellið deginu í smurt lausbotna form. Dreifið berjunum yfir og bakið í 30-35 min eða þar til prjónn kemur þurr upp þegar honum er stungið í kökuna og hún er fallega gyllt. Látið kökuna kólna í forminu. Færið kökuna yfir á kökudisk og njótið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s