Eftirréttir · Einfalt · Jól

Súkkulaðiís með kakómalti

Eins og hin uppskriftin að heimagerða ísnum sem ég gerði um helgina þá er þessi uppskrift frábærlega einföld, fljótleg og góð. Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift líka 🙂

Hráefni
5 dl rjómi
1 dós condensed milk (400 gr)
1,5 dl kakómalt

1 tsk sjávarsalt

Aðferð
Lag 1 –  Grunnur
Þeytið rjómann vel. Blandið 2 dl af condensed milk vel saman við þeytta rjóman.


Lag 2
Takið 1/3 af grunninum og blandið með 1/2 dl af kakómaltinu. Setjið til hliðar.
 

Lag 3
Blandið restinni af condensed milk saman við 1 dl af kakómaltinu og 1 tsk af muldu sjávarsalti. Setjið til hliðar.

Ísnum blandað saman.
Blandið öllum lögum íssins saman í formi (t.d. aflöngu brauðformi eða springformi), sem búið er að klæða með plastfilmu. Setjið fyrst grunninn í formið og síðan lag 2 og 3. Notið skeið eða hníf til að hræra í ísnum án þess þó að hræra honum alveg 100% saman (maður vill að íslögin sjáist almennilega – sjá mynd).

Frystið ísinn í minnst 6 klst, ef ísinn er gegnumfrosinn þarf að leyfa honum að standa aðeins og þiðna áður en hann er borinn fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s