Brauð og bollur · Eftirréttir

Vatnsdeigsbollur

Það viðurkennist hér með að ég verð seint talin vera sérstakur snillingur í gerð vatnsdeigsbolla. Það hefur í gegnum árin verið aðeins hipsum haps hvort þær takast hjá mér eða ekki. Ég þoli ekki svona klúðursbakstur og þar sem ég var heima í gær með veiku barni ákvað ég að demba mér í baksturinn.
Ég byrjaði á að nota aðra uppskrift en þá sem ég gef upp hér og hún mistókst alveg.
Þá tók ég mig til og leitaði í smiðju Nönnu Rögnvaldar og þá gekk þetta töluvert betur. Ég skoðaði aðeins vídjó á youtube til að átta mig á því hvernig deigið á að vera. Vatnsdeigsbollur eru auðvitað engin íslensk uppfinning, á frönsku er þetta bakkelsi kallað „pates a choux“ og það kom sér vel í gær að kunna frönsku en ég horfði á einhverja tvo franska bakarameistara útskýra hvernig ætti að fullkomna þennan bakstur. Uppskriftin hennar Nönnu er svo næstum alveg eins og þeirra leiðbeiningar.
Aðalmálið finnst mér vera að bæta eggjunum út í einu í einu, hræra á milli þannig að deigið verði alveg slétt og að setja ekki of mörg egg. Setja nógu mörg til þess að deigið sé áfram þykkt og haldi sér nokkurn vegin á plötunni, ef það við það að verða eins og sósa þá er þetta dauðadæmt!

Vatnsdeigsbollur
250 ml vatn (eða vatn og mjólk til helimga)
75 gr smjör
1-2 tsk sykur
125 gr Kornax hveiti
3-4 egg
salt á hnífsoddi

1. Vatn, smjör, salt og sykur hitað saman í potti þar til smjörið er bráðnað og vatnið síður.
2. Takið pottinn af heitri hellunni.
3. Búin er til hveitibolla með því að setja hveitið útí vatnið og því hrært saman þar til bollan klístrast ekki lengur við pottinn.
4. Leifið bollunni að kólna svolítið áður en þið hrærið eggjunum saman við.
5. Sláið eggin í sundur, hrærið eggjunum saman við svolitlu í einu. Það er ágætt að nota hrærivél og nota þá K-ið – ég hræri þó í höndunum með sleikju.
6. Passið að degið verði ekki of þunnt þannig að það leki til, það má vera að ekki þurfi öll eggin.
7. Setjið degið í sprautupoka eða notið 2 matskeiðar við að búa til bollur á bökunnarpappír.
Bakið við 190°c í 20-30 mínotur. Fer eftir stærð bollurnnar.
ATH. Mikilvægt er að ofninn sé nægjanlega heitur og ALLS EKKI oppna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.

Í þessar tilteknu bollur setti ég hindberjasultu, rjóma blandaðan með litlum daim-kúlum, súkkulaðiglassúr og svo stráði ég daim-kúlum ofan á bollurnar. Þetta var virkilega gott þó að ég segi sjálf frá 😉

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s