Kökur

Valentínusarrúlluterta

Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana.  Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt að gera hvaða munstur sem er við hvaða tækifæri sem er en í þetta skiptið ákvað ég að hafa hjörtu og rauða sultu inn í og kemur það svona líka skemmtilega út 🙂

IMG_0024Rúlluterta með mynstri 
Deig fyrir munstrið
1 egg
40 gr hveiti
30 gr sykur
30 gr smjör mjúkt
matarlitur
Rúlluterta
3 egg
1.5 dl sykur
2 dl kornax hveiti
1 tsk vanillusykur
1 tsk lyftiduft
jarðarberja- eða hindberjasulta í fyllinguna.

Byrjið á því að hræra saman öll innihaldsefnin fyrir munstrið og setjið í sprautupoka með litlum stút. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og sprautið munstri á bökunapappírinn. Setjið ofnplötuna með munstrinu í frysti í 10 min.
Þá er komið að rúllutertunni.
Kveikið á ofninum á 250°c. Þeytið saman eggjum og sykri með písk. Hrærið þurrefnum saman við og hrærið þar til deigið er kekkjalaust. Náið í ofnplötuna úr frystinum og smyrjið deiginu ofan á munstrið og hafið deigið ferhyrnt. Passið að hræra ekkert í deiginu til að munstrið haldi sér.
Bakið i 5 min, látið kökuna kólna. Takið bökunarpappírinn af kökunni varlega og snúið henni við. Smyrjið sultu á kökuna og rúllið upp.
Ef þið eruð í stuði þá er tilvalið að skera niður sneiðar, leggja þær á fat og skreita þær með rjóma og súkkulaði 😉

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s