Brauð og bollur · Vegan

Döðlubrauð

Ég er búin að baka 4 stk af þessu brauði á 3 dögum, þetta hverfur ofan í svöng börn og svanga menn eins og ekkert sé 🙂 Ég notaði banana í staðinn fyrir egg þar sem Halli var að sneiða hjá öllum dýraafurðum í janúar. Ég skal segja ykkur það að brauðið varð ekkert verra fyrir vikið. Bara gott banana bragð af því ef eitthvað er. Þetta brauð er því tilvalið fyrir eggjaofnæmis og mjólkurofnæmis börn sem og fullorðna 😉

IMG_0117

Döðlubrauð
1 bolli döðlur
1.5 bolli sjóðandi vatn
2.5 bollar kornax brauðhveiti
1.5 dl sykur
1 egg eða 1/2 vel þroskaður banani
2 tsk matarsóti
1 tsk vanillludropar

Kveikið á ofninum á 170°c
Leggið döðlurnar í bleiti í vatnið og látið liggja í 10 min. Blandið saman restinni af innihaldsefnunum og döðlunum, hrærið vel saman. Smyrjið ílangt kökuform með feiti og hellið deginu í formið. Bakið í ca 40 min eða þar til pinni kemur hreinn uppúr brauðinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s