Kökur · Muffins

Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa nýja uppskrift úr henni og fyrir valinu urðu þessi cupcakes. 

Kakan sjálf er nokkuð hefðbundin, frekar ljós súkkulaðikaka. En kremið maður, vá! Það er svakalega gott. Eitthvert besta flórsykurssmjörkrem sem ég hef bakað. Skv. bókinni verður maður að þeyta kremið svona lengi og akkúrat skv. uppskriftinni svo það komi rétt út. Ég ætla ekki að fullyrða um það enda fór ég alveg eftir uppskriftinni í einu og öllu en gott var það. Alger winner 🙂 

Súkkulaði cupcakes frá Magnolía bakaríinu í New York 

2,5 dl hveiti 
0,5 tsk matarsódi 
130 gr smjör, mjúkt 
1,25 dl sykur 
1,25 dl ljós púðursykur 
2 egg 
85 gr dökkt súkkulaði, brætt 
1,25 dl súrmjólk 
0,5 tsk vanilludropar 

Stillið ofninn á 175°c 

Blandið saman hveiti og matarsóda. Setjið til hliðar. 

Þeytið smjör vel í kitchenaid (eða rafmagnsþeytara). Bætið sykrinum (bæði hvítum og púðursykri) út í og þeytið vel, í ca. 3 mínútur. Bætið við eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið bráðnu súkkulaði út í, þeytið þar til allt er vel blandað saman. 

Bætið við þurrefnunum í þremur skömtum, setjið súrmjólkina út í á milli hveitiskammanta og hrærið vel á milli, þó ekki meira en svo að allt blandist vel saman (semsagt ekki láta hrærivélina bara ganga á á fulllu þó allt sé orðið vel blandað). 

Fyllið 12 stór muffinsform, fyllið upp að ca. ¾. Bakið í 20 – 25 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunum. Látið kólna vel áður en kremið er sett á kökurnar. 

Súkkulaðismjörkrem 

200 gr smjör 
1 msk mjólk
125 gr suðusúkkulaði, brætt 
0,5 tsk vanilludropar 
1 bolli flórsykur 

Þeytið smjörið í hrærivél (eða handþeytara) í ca. 3 mínútur. Bætið mjólkinni út í og þeytið þar til allt er vel blandað saman. Bætið súkkulaðinu út í þeytið í 2 mínútur. Bætið vanilludropunum út í þeytið í 3 mínútur í viðbót. Setjið flórsykurinn út í nokkrum skömmtum og þeytið á hægum hraða þangað til kremið er orðið flöffí. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s