Jól · Konfekt

Rocky Road sælgæti

Síðustu ár hef ég orðið vör við að nammi sem kallast “Rocky Road” er gríðarlega vinsælt hér í Svíþjóð, sérstaklega fyrir jólin. Maður sér þetta líka í ýmsum útfærslum, rocky road ís, rocky road kladdkökur og þar fram eftir götunum. Núna ákvað ég loksins að prófa að búa þetta sælgæti, maður verður að reyna fylgja eftir nýjustu bökunartrendunum hérna í Svíalandi, er það ekki 😉
Ég get þá staðfest það núna, eftir baksturinn í vikunni (ef bakstur skyldi kalla, þetta tók ótrúlega stuttan tíma og felur varla í sér bakstur af neinu tagi) að þetta er mjög gott.
Ég gef tvær uppskriftir, önnur inniheldur nefnilega condensed mjólk sem er kannski ekkert auðvelt að fá meðan hin er klassískari og inniheldur bara suðusúkkulaði og miklu auðveldara þ.a.l. að fá öll innihaldsefni. Ég hef líka heyrt og séð að fólk leikur sér dálítið með uppskriftirnar og setur ýmislegt út í þetta, t.d. pistasíu- og cashewhnetur, setur bragðbætt súkkulaði í staðin fyrir hreint og þar fram eftir götunum 🙂

IMG_1077

Rocky Road með condensed mjólk
200 gr mjólkursúkkulaði
200 gr suðusúkkulaði
25 gr smjör
1 dós sæt condensed mjólk (ca. 400 gr.)
250 gr dumlekaramellur
2 – 3 dl salthnetur
200 gr litlir sykurpúðar

Aðferð
Bræðið súkkulaðið og smjörið saman. Bætið condensed mólkinni út í og hrærið vel.
Skerið dumlekaramellurnar í bita og blandið þeim, hnetunum og sykurpúðunum í súkkulaðið. Blandið vel saman.
Breiðið deiginu á bökunarpappír, ca. 2 – 3 cm þykkt. Kælið þar til súkkulaðið hefur harðnað alveg í gegn.
Skerið í bita. Geymið í lokuðu í láti í kæli.

————————————————————————————————-

Rocky Road með suðusúkkulaði
600 gr dökkt súkkulaði
2 pokar dumlekaramellur, smátt skornar
2 lúkur litlir sykurpúðar
3 dl salthnetur

Aðferð
Bræðið súkkulaðið.
Blandið karamellunum, sykurpúðunum og salthnetunum í súkkulaðið.
Breiðið deiginu á bökunarpappír, ca. 2 – 3 cm þykkt. Kælið þar til súkkulaðið hefur harðnað alveg í gegn.
Skerið í bita. Geymið í lokuðu í láti í kæli.

Ein athugasemd á “Rocky Road sælgæti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s