Hálfmánar með sultu
800 gr Kornax hveiti
400 gr smjör við stofuhita
400 gr sykur
1 tsk hjartasalt
5 Nesbúegg
3 tsk kardimommur
Sveskju- eða rabarbarasulta
Slegið egg til að pennsla með
Kveikið á ofninum á 190°
Hnoðið öllum innihaldsefnunum saman. Fletjið út og skerið út hringi, setjið 1/2 tsk af sultu í miðjan hringinn, athugið ef þið setjið of mikið þá springur kakan. Þetta deig er í viðkvæmari kantinum þannig að það þarf ekki mikið til að það rifni.
Leggið hringinn saman þannig að hann myndi hálfmána. Leggið hálfmánanana á bökunarpappír og þrýstið niður hliðunum með fingrunum.
Penslið kökurnar með eggi og bakið í 12-15 min eða þar til kökurnar eru búnar að taka á sig smá lit.