Ég tók mig til í síðustu viku og gróðursetti rabbabara út í garði en það verður víst dálítið löng bið á uppskeru frá honum (minnst eitt ár) þannig að við verðum að láta okkur hafa að kaupa hann út í búð. Sem betur fer er komið sumar og framboðið á rabbabara í búðum er mikið… Halda áfram að lesa Einfalt rabbabarapæ (v)
Mjúkar súkkulaðibitakökur
Eftir síðustu færslu fékk ég sérstaka beiðni um að deila uppskriftinni að "einhverri albestu súkkulaðismákökuuppskrift sem ég hef smakkað" sem ég minntist á og ég ákvað að drífa í að birta hana áður en þetta gleymdist. Uppskriftin kemur eins og hin úr Sally's cookie addiction og ég lofa því að hún er fáránleg góð :)… Halda áfram að lesa Mjúkar súkkulaðibitakökur
Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum
Ég labbaði, ásamt elsta syni mínum, framhjá Subway í Uppsala í gær og smákökulyktin sem barst út frá staðnum var alveg að fara með mig. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að skella í smákökur þegar ég kom heim. Mér áskotnaðist fyrir einhverju síðan bókin "Sally's Cookie Addiction" og er þegar… Halda áfram að lesa Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum
Seitan Jólahleifur
Betri helmingurinn er búinn að vera að þróa jólamatinn okkar núna undanfarnar vikur. Þetta eru önnur jólin okkar síðan við hættum að borða kjöt og aðrar vörur sem koma af dýrum. Við vorum bæði mjög hrifin af hamborgahryggnum sem jólamat og hefur Halli verið að prufa sig áfram með að útbúa seitan hleif sem kemur… Halda áfram að lesa Seitan Jólahleifur
Bakaðir kleinuhringir (v)
Ég bakaði þessa kleinuhringi fyrir 5 ára afmæli dóttur minnar í maí. Ég fattaði það hins vegar þegar veislan var að verða búin að ég tók nánast engar myndir af þeim. Þeir runnu út eins og heitar lummur og ég sá strax að ég var komin með klassíker í hendurnar. Þegar elsta dóttir mín varð… Halda áfram að lesa Bakaðir kleinuhringir (v)
Karamellu-smjörkrem
Það er einhver ró í því fyrir mig að baka. Ég baka stundum bara til að baka. Þessar elskur urðu til um daginn afþví að ég bara þurfti að baka eitthvað. Ég tók þær svo með mér í vinnuna og ég held að stelpurnar þar hafi ekki haft neitt á móti því 😉 Karamellu-smjörkrem 110… Halda áfram að lesa Karamellu-smjörkrem
Snickersbitar
Nú líður að páskafríi hér í Stokkhólmi. Þrátt fyrir margra ára búsetu hérna finnst mér alltaf jafn svekkjandi að skírdagur sé ekki almennur frídagur í Svíþjóð – í mínum huga eru páskarnir fimm daga helgi, og ég á erfitt með að venjast hinu 🙂 Við fjölskyldan ætlum að skella okkur í sænska stugu yfir páskana… Halda áfram að lesa Snickersbitar
DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ
Um síðustu helgi fengum við góða gesti í mat og þegar svo er nýti ég yfirleitt tækifærið og prófa einhvern nýjan eftirrétt. Eiginmanninum finnst þetta misskemmtilegt, hann á sínar uppáháldskökur sem hann myndi helst vilja að ég gerði aftur og aftur (t.d. þessa sítrónukladdköku sem hann hættir ekki að tala um 😉 ) Allavega. Honum varð ekki… Halda áfram að lesa DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ
Páskamuffins
Það er svo sannarlega komið vor í Stokkhólmi – í dag var hitinn í tveggja stafa tölu og allt hverfið komið út til að vinna vorverkin eins og sönnum Svíum sæmir 🙂 Eins og sannri Stínu sæmir, varð mér hins vegar hugsað til nýjasta tölublaðs Hembakat og ákvað að finna eitthvað girnilegt til að baka… Halda áfram að lesa Páskamuffins
PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM
Kaka dagsins var borin fram á nýársdag á þessu heimili – ég geri alveg ótrúlega sjaldan marengs og fannst nýársdagur svo upplagt tilefni til að “tríta” fjölskylduna aðeins, en þó kannski aðallega sjálfa mig þar sem að mér finnst marengs alveg ótrúlega góður 🙂 Uppskriftin er fengin úr uppáháldstímaritinu mínu, Hembakat. Ég held að dulce de leche… Halda áfram að lesa PAVLOVA MEÐ DULCE DE LECHE OG FERSKUM ÁVÖXTUM