Aðalréttir · Súpur · Vegan

Víetnömsk Núðlusúpa (v)

Ég elska súpur og ég elska núðlur. Við hjúin vorum reglulegir viðskiptavinir hjá Noodle Station og þessi súpa minnir á súpuna þar. Þegar ég datt niðrá þessa súpu varð ég bókstaflega ástfangin af henni. Ég hafði aldrei notað stjörnu anis eða kóríander fræ áður! Þegar ég borða kóríander þá finn ég sápubragð þannig að ég… Halda áfram að lesa Víetnömsk Núðlusúpa (v)

Jól · Konfekt · Vegan

Pistasíumarsipankonfekt

Pistasíumarsipankonfekt 50 gr pistasíuhnetur 150 gr gróft odense marsipan 2-3 tsk fínt rifin börkur af lime 4 msk lime safi Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði) Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar.  Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba.  Bræðið súkkulaðið yfir… Halda áfram að lesa Pistasíumarsipankonfekt

Eftirréttir · Jól · Vegan

Mjólkurlaust Ris a la mande (v)

Eitt af því erfiðasta við að hætta að borða dýraafurðir er að jólamaturinn er næstum ekkert nema dýraafurðir. Ég er rosalega vanaföst eins og kannski hefur komið fram áður, þannig að það var ekki um neitt annað að velja nema að finna út hvernig ég gæti gert uppáhalds eftirréttinn minn vegan 🙂 Það tók ekki langan… Halda áfram að lesa Mjólkurlaust Ris a la mande (v)

Jól · Smákökur

Smákökur með ristuðum pekanhnetum og sjávarsalti

Smákökur með ristuðum pekanhnetum og sjávarsalti  Gerir ca. 25 stórar  og þykkar kökur  200 gr pekanhnetur, hakkaðar 230 gr smjör 100 gr sykur 200 gr púðursykur (dökkur eða ljós) 2 stór egg 2 tsk vanilludropar 310 gr hveiti 1 tsk matarsódi ½ salt Sjávarsalt (ofan á kökurnar)  Ristið hneturnar í 150°c heitum ofni, hakkaðar, í ca 15 mínútur. Snúið hnetunum 2 – 3 á… Halda áfram að lesa Smákökur með ristuðum pekanhnetum og sjávarsalti

Jól · Smákökur

Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles)

Þetta eru sennilega fallegustu smákökur sem ég hef bakað og ótrúlega jólalegar. Það er mikill sykur í þeim og ég minnkaði magnið aðeins frá því sem er í uppskriftinni að neðan, eflaust mætti minnka það enn meira. Að lokum mæli ég með því að kökurnar séu bakaðar minna en meira, þá verða þær mjúkseigar (chewy)… Halda áfram að lesa Súkkulaðismákökur (Chocolate crinkles)

Jól · Smákökur

Engifersmákökur

Þessar smákökur eiga samkvæmt uppskriftinni að vera mun dekkri en þær urðu hjá mér. Sennilega er ástæðan sú að ég fann ekki melassa og notaði þ.a.l. dökkt sýróp. Varð frekar pirruð fyrir vikið en Binna og strákunum fannst þær svo frábærlega góðar að ég gat ekki annað en deilt þeim með ykkur 🙂  Engifersmákökur  Gerir… Halda áfram að lesa Engifersmákökur

Grænmetisréttir · Pastaréttir · Vegan

GNOCCHI MEÐ BUTTERNUTGRASKERI (V)

Við höldum áfram að borða “kjötlaust” mörg kvöld í viku. Ég sagði frá því á snappinu í dag að við eigum tvær sænskar grænmetisréttarbækur sem eru algert æði, með fjölskylduvænum uppskriftum og sem víkka dálítið mikið sjóndeildarhringinn hvað varðar innihald grænmetisrétta. Í dag prófaði ég glænýja uppskrift úr annarri bókinni sem var sló eiginlega í… Halda áfram að lesa GNOCCHI MEÐ BUTTERNUTGRASKERI (V)

Kökur

Súkkulaðimuffins með ormum og oreo

Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna   Það sem þarf í þessa uppskrift er:  – Poki af hlaup-ormum– Súkkulaðimuffins – 4-6 Oreos – Glassúr  Súkkulaðimöffins  2 bollar Kornax hveiti 1,5 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 1 tsk salt 1.5 bolli sykur 200 gr smjör/smjörlíki 1… Halda áfram að lesa Súkkulaðimuffins með ormum og oreo

Smákökur

Ömmusnúðar

Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar.  Ömmusnúðar  500 gr hveiti 200gr sykur 250gr smjörlíki 1/8 tsk lyftiduft 1/8 tsk hjartasalt 3 egg  Kanilsykur  7 msk sykur 1 msk kanill  Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í… Halda áfram að lesa Ömmusnúðar

Jól · Smákökur

Dulce de leche súkkulaðikökur

Ég bakaði þessar fáránlega góðu (smá)kökur í dag. Ég þakka bara fyrir að þær hafi einunigs verið 14 talsins (semsagt ekkert rosalega stór uppskrift) og að við erum 5 í fjölskyldunni því að ég hefði sennilega borðað margfalt fleiri ef það hefði verið meira af þeim á boðstólnum…  Ég notaði sprautupoka við að koma karamellunni… Halda áfram að lesa Dulce de leche súkkulaðikökur