Ég bakaði þessar kókos-cupcakes um síðustu helgi og varð ekki fyrir vonbrigðum, algert sælgæti 🙂
Tag: amerískt
Epla-cupcake með púðursykurskremi
Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem… Halda áfram að lesa Epla-cupcake með púðursykurskremi
Smákökukaka
Ok, ég veit að ljósmyndahæfileikar mínir hafa oft skinið aðeins skærar en hérna en þessi kaka var í alvöru ótrúlega góð. Nafnið 'smákökukaka' er réttnefni því að þetta er eiginlega bara risastór smákaka, svona eins og risa subway-smákaka sem er borðuð eins og terta, t.d. með ís. Og súperfljótleg (sérstaklega ef maður býr ekki í… Halda áfram að lesa Smákökukaka
Quesadillas með pulled pork
Hafið þið prófað að elda pulled pork? Ég gaf uppskriftina sem við notuð upp hérna á síðunni fyrir dálitlu síðan og hún er ennþá í mikilli notkun hér á heimilinu. Reyndar virðist núna hafa gripið um sig einhvers konar pulled pork æði, allavega hér í Svíþjóð. Og margir hérna virðast halda að þetta sé einhver… Halda áfram að lesa Quesadillas með pulled pork
Heimagerð hamborgarabrauð
Hefur ykkur ekki alltaf dreymt um að baka eigin hamborgarabrauð? Ekki það? Skrítið 😉 Ég rakst e-n tíman á uppskrift að hamborgarabrauðum og ákvað að þau hlytu að vera miklu betri heldur en búðarbrauðin. Ég meina, það er jú auðvitað eiginlega allt heimabakað betra en búðarkeypt að mínu mati. Binni eldaði pulled pork í morgun… Halda áfram að lesa Heimagerð hamborgarabrauð
Amerískar heilhveitipönnukökur með banönum
Ég tók mér langþráð frí um helgina, frá allri vinnu og námi. Ég er loksins búin með alla kúrsa í náminu mínu og "bara" ein mastersritgerð sem bíður mín í skólanum meðfram vinnunni en ég þarf þá allavega ekki að mæta í neina fyrirlestra á meðan :)Við nýttum semsagt helgina vel til almennrar leti og… Halda áfram að lesa Amerískar heilhveitipönnukökur með banönum
Apabrauð með kanilsykri og karamellu
Ég er búin að vera með þetta kanilkúlubrauð á todo-listanum mínum í marga mánuði og fannst tilvalið að prófa það í gær. Við fjölskyldan vorum nýkomin úr sundi (og það rándýru, eitt af því sem við söknum mikið frá Íslandi skal ég segja ykkur). Þetta er eitthvað sem kallast monkey-bread eða apabrauð í ameríku og… Halda áfram að lesa Apabrauð með kanilsykri og karamellu
Snickerdoodles (Kanilsmákökur)
Ég þjófstartaði jólabakstrinum daginn með þessum amerísku smákökum sem kallast Snickerdoodles (sem ég myndi segja að væri nánast óþýðanlegt á íslensku 🙂 ) Þetta eru reyndar held ég engar sérstakar jólasmákökur í Ameríku (eða það held ég a.m.k. ekki) þannig ég hljóp eflaust ekkert svo illilega á mig. Annars voru þetta næstum einu smákökurnar sem… Halda áfram að lesa Snickerdoodles (Kanilsmákökur)
Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi
Ég hef svona í gegnum tíðina ekki verið neitt rosalega mikið í því að gera cupcakes (litlar kökur með fullt af kremi, ef einhver skyldi vera í vafa). Sennilega aðeins of tímafrekt fyrir mig. Ég fékk hins vegar alveg svakalegt craving í bara einhvers konar cupcakes í sumar og greip þá að sjálfsögðu í Magnolia-bakery… Halda áfram að lesa Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi
Makkarónur með osti (Mac and cheese)
Ég held maður þurfi að vera algerlega ónæmur fyrir áhrifum amerískra fjölmiðla á mann til að vita ekki hvað makkarónur með osti er. Það hefur sennilega verið eftir að ég sá/heyrði talaði um þetta í u.þ.b. þúsundasta skiptið sem ég ákvað að finna uppskrift til að prófa fyrir mörgum árum. Þetta er klárlega svona "what's… Halda áfram að lesa Makkarónur með osti (Mac and cheese)