Muffins

Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi

Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi

Ég hef svona í gegnum tíðina ekki verið neitt rosalega mikið í því að gera cupcakes (litlar kökur með fullt af kremi, ef einhver skyldi vera í vafa). Sennilega aðeins of tímafrekt fyrir mig. Ég fékk hins vegar alveg svakalegt craving í bara einhvers konar cupcakes í sumar og greip þá að sjálfsögðu í Magnolia-bakery uppskriftabókina mína. Einhvers staðar las ég að cupcakes-æðið sem hefur gengið yfir Vesturlönd síðustu ár megi að hluta til rekja til senu úr Sex and the City þar sem Carrie og Miranda skella sér einmitt í Magnolia-bakaríið í New-York og fá sér eina slíka. Bakarið naut víst svakalegra vinsælda eftir þetta! (greinilega ekki bara dýrir skór sem græddu vel á auglýsingu í þáttunum 😉 )

Hvað um það, þessi uppskrift er svakalega stór, hún gerir næstum 30 kökur sem mér fannst full mikið þannig að ég helmingaði bæði hana og kremið og þetta var samt feikinóg í 12 risastóru muffins-formin mín 🙂 En hún er ekki bara stór, hún er líka æðislega góð. Mér fannst bæði kakan sjálf alveg sérlega góð, með miklu súkkulaðibragði (enda nóg af sykri, kakói og öðru gúmmilaði í henni) og kremið varð einstaklega gott líka. Ég get þ.a.l. mælt með þessum kökum með mjög góðri samvisku 🙂

Djöflatertu-cupcakes
Gerir u.þ.b. 28 kökur

Innihald
260 gr (2 b.) hveiti
2,5 dl (1 b.) kakó
1,5 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
170 gr smjör, mjúkt
330 gr (1.5 b.) púðursykur
100 gr (1/2 b.) sykur
3 egg, stór
3,75 dl ab mjólk/súrmjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð
Hitið ofninn í 175 gr.

Sigtið saman þurrefnin í skál. Setjið til hliðar.

Í stórri skál, þeytið smjörið vel. Bætið sykrinum út í og þeytið þar til létt og ljóst, u.þ.b. 3 mínútur. Bætið eggjunum út í, einu í einu og þeytið vel á milli. Bætið þurrefnunum út í í þremur skömmtum og setjið ab-mjólkina út í á milli í tveimur skömmtum (ásamt vanilludropunum). Passið að ofþeyta ekki.

Setjið í muffinsform og fyllið ca. 3/4 af forminu. Bakið í 25 – 30 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr miðjunni á einni köku. Kælið kökurnar vel áður en þið setjið kremið á þær.


Karamellukrem

Innihald
450 gr smjör
650 gr flórsykur
330 gr ljós púðursykur
1.25 dl mjólk
2 msk dökkt sýróp (ég notaði ljóst)
1 tsk vanilludropar

Þeytið smjörið þar til mjúkt. Bætið sykrinum út í og þeytið á lágum hraða í ca. 2 mínútur. Bætið mjólkinni, sírópinu og vanillunni út í og þeytið þar til mjúkt í u.þ.b. 3 – 5 mínútur. Notið strax eða geymið í lokuðum umbúðum við stofuhita í 2 daga.

7 athugasemdir á “Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi

    1. Og átt þær alveg skilið Hulda mín eftir öll hlaupin síðustu helgi – þú ert alveg búin að vinna þér inn fyrir þeim 😀

  1. Halló
    Ég bakaði þessar í gær og sjálfar kökurnar eru meiriháttar góðar en kremið varð svo skrýtið fannst mér, svo kornótt (út af púðursykrinum hugsa ég), á það að vera kornótt? og ef ekki, hvað gerirðu til að varna því? Mér datt í hug að bræða púðursykurinn, en þá þurfa hlutföllinn líklega eitthvað að breytast 🙂
    Bestu kveðjur, Ólöf

    1. Hmmm, það varð sennilega aðeins kornótt hjá mér líka, mig minnir m.a.s. að bókinni standi að það sé jafnvel betra að láta kremið „jafna sig“ yfir nótt til að leyfa púðursykrinum að jafna sig, einmitt af því að kremið getur orðið pínu kornótt út af honum. Ég fann ekkert fyrir þessu sjálf (mögulega agaleg græðgi sem þar réði ferð?) þannig að mér fannst þetta ekki skipta miklu máli en það er best að ég uppfæri uppskriftina 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s