Eftirréttir · Kökur

Ostakökubrownie með hindberjum

 

Það er ekki alltaf einfalt að vera með bakstursblogg, þótt ég gjarnan myndi vilja borða allt sjálf sem ég baka þá gengur það magnsins vegna ekki alveg upp. Þess vegna býðst ég oft til að koma með “nesti” með mér þegar ég fer til sumra vina minna og þessi kaka var einmitt slíkt góðgæti. Mæltist afar vel fyrir, en ég hefði þó viljað hafa aðeins meira af hindberjum í henni þannig að ég jók aðeins magnið af þeim.

 


Brownie með ostaköku og hindberjum
Browniedeig
225 gr smjör
4 egg
4 dl sykur
1,5 dl hveiti
1/4 tsk salt
2 dl kakó
1/2 tsk vanilludropar
Ostukökudeig
300 gr rjómaostur
1/2 dl sykur
1 egg
4 msk hveiti
200 gr fersk eða fryst hindber

Browniedeig
Stillið ofninn á 175 c. Smyrjið ofnfast form, ca. 24×32 cm stórt.
Bræðið smjörið. Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.
Í annarri skál, blandið saman hveiti, salti, kakó og vanillu. Bætið smjörinu út í eggjablönduna og þeytið þar til slétt og fínt. Sigtið hveitiblönduna út í og blandið saman þar til deigið er orðið slétt, ekki hræra of mikið. Hellið deiginu í ofnfasta formið.
Ostakökudeig
Þeytið saman rjómaosti, sykri, eggi og hveiti í skál.
Setjið doppur af ostakökudeiginu á browniesdeigið. Takið svo gaffal og draglið í gegnum bæði ostaökku- og browniedeigið, til að dreifa vel úr ostakökunni. Stráið hindberjunum yfir deigið.
Bakið í ca 45 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunni. Látið kökuna kólna alveg áður en þið berið hana fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s