Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu

Ég er sennilega með frekar barnalegan smekk á mat en þetta fannst mér alveg ótrúlega gott kjúklingagratín, og fljótlegt var það. Tvær flugur í einu höggi skal ég segja ykkur 🙂

IMG_0915

Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu
900 gr kjúklingur
smjör
salt og pipar
300 gr rjómaostur
1 krukka salsasósa (ekki verra ef það fæst garlic-salsa sósa heima).
rifinn ostur að vild
nachosflögur

Aðferð
Stillið ofninn á 225 gr. Skerið kjúklinginn í bita og steikið hann alveg í gegn í smjöri og saltið og piprið.
Blandið rjómaostinum saman við salsasósuna í potti og látið suðuna koma upp. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið sósunni yfir og stráið yfir rifnum osti og muldum nachosflögum. Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum og salati.IMG_0911

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s