Sumar kökur veit ég bara að mér muni finnast góðar um leið og ég sé uppskriftina. Þessi kaka er gott dæmi um það. Það var orðið talsvert langt síðan ég hafði bakað upp úr hembakast svo ég ákvað síðasta sunnudag að finna eitthvað girnilegt til að prófa. Og ég meina, hvernig getur svona uppskrift klikkað?… Halda áfram að lesa Hindberjakaka með kókos
Tag: hindber
Súkkulaðipavlovan hennar Nigellu með berjum
Jæja, þá er Tobba búin að skella inn áramótadessertinum sem hún bauð upp á og kannski ekki seinna vænna fyrir mig en að gera slíkt hið sama, ekki nema 17 dagar frá áramótum (hvert fer tíminn?)! Ég hef aldrei bakað pavlovu áður, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég hálf hrædd við… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlovan hennar Nigellu með berjum
Hindberjasnúðar með glassúr
Í dag ætla ég að standa undir uppnefninu "snúðasystir" sem ég gaf sjálfri einhvern tíman á facebooksíðunni okkar. Ég rakst á svo fárálega girnilega snúða á uppskriftabloggarúntinum mínum um daginn að það var eiginlega ekki um annað að ræða en að baka þá strax. Ég á auðvitað fullt af snúðauppskriftum (t.d. hér og hér og… Halda áfram að lesa Hindberjasnúðar með glassúr
Hindberja sítrónu muffins
Betri helmingurinn kláraði fyrsta árið í mastersnáminu í júní og í tilefni þess bauð hann bekknum sínum í grillpartí. Fullkomið tækifæri fyrir mig til að prufa einhverja létta og sumarlega uppskrift 😉 Þessa fann ég á einu af uppáhalds kökubloggunum mínum. Hún stóð alveg undir nafni og var mjög létt og sumarleg 🙂 Muffins 2… Halda áfram að lesa Hindberja sítrónu muffins
Sumarleg rúlluterta með berjum og rjóma
Ég var með barnaafmæli um helgina og langaði að baka eitthvað "fullorðins" þó að það væru nú reyndar engir fullorðnir í afmælinu fyrir utan mig, Binna og eina vinkonu okkar. Ég hef aldrei gerst svo fræg áður að baka rúllutertu og ákvað að það væri tilvalið að prófa það, sumarið í Svíþjóð að koma með… Halda áfram að lesa Sumarleg rúlluterta með berjum og rjóma
Hindberjabaka með marsípani og ferskjum
Ég elska allar tegundir af "mylsnu-bökum" og þegar ég rakst á þetta hindberjapæj í fyrsta Hembakat-blaðinu sem ég keypti þá var nokkuð ljóst að ég yrði að prófa. Ég væri líka að ljúga ef ég segði að marsípanið í bökuskelinni hefði ekki talað sérstaklega mikið til mín þegar ég las uppskriftina. Og til að vera… Halda áfram að lesa Hindberjabaka með marsípani og ferskjum
Ris a la mande
Jólin eru uppfull af hefðum og jólamaturinn er þar númer eitt! Hefðirnar eru margar og mismunandi, það sem einum finnst ómissandi finnst öðrum óhugsandi. Á einhverjum tímapunkti flytja börnin að heiman og þá taka þau með sér þær jólahefðir sem þeim finnst ómissandi, sumum hefðum má ekki breyta en öðrum er breytt lítillega. Við systurnar… Halda áfram að lesa Ris a la mande
Kladdkaka með lakkrís og hindberjum
Svíar eru alveg svakalega hrifnir af kladdkökunni sinni. Hún er til í milljón (en þó svipuðum) útgáfum og er nánast það eina sem maður fær í súkkulaðikökuformi út í búð. Mætti kannski helst lýsa kladdköku sem mitt á milli þess að vera brownie og frönsk súkkulaðikakka. Hún er semsagt tekin úr ofninum meðan hún er… Halda áfram að lesa Kladdkaka með lakkrís og hindberjum
Möffins með berjum
Ég er alger sökker fyrir möffins og þegar ég sá "american sized" möffins form þá bara varð ég að kaupa þau og baka eitthvað gott í þeim. Ég fór á stúfana og auðvitað brást joy of baking ekki. Berjamöffins 2.5 bollar hveiti 3/4 bolli sykur 2 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 0.5 tsk salt Rifinn… Halda áfram að lesa Möffins með berjum