Kökur

Sumarleg rúlluterta með berjum og rjóma

Rúlluterta með rjóma og berjum


Ég var með barnaafmæli um helgina og langaði að baka eitthvað „fullorðins“ þó að það væru nú reyndar engir fullorðnir í afmælinu fyrir utan mig, Binna og eina vinkonu okkar. Ég hef aldrei gerst svo fræg áður að baka rúllutertu og ákvað að það væri tilvalið að prófa það, sumarið í Svíþjóð að koma með látum og fullt af ferskum hindberjum sem lágu næstum undir skemmdum í ísskápnum.

Það var semsagt minna en ekkert mal að baka tertuna, mér tókst að brenna hana ekki en ég hefði nú getað vandað mig örlítið meira við að rúlla henni upp (reynið bara að horfa fram hjá því… – æfingin skapar meistarann, er það ekki? 😉 ) Það má auðvitað nota hvaða ber sem er, ég er sérstakur hindberjaaðdáandi þannig að mér fannst þau passa ægilega vel með en ég myndi nú kannski ekki keyra yfir hálfa höfuðborgina til að nálgast þau ef það fæst eitthvað annað gott út í næstu búð 🙂 Get annars alveg mælt með þessari köku, ótrúlega fljótleg og mjög góð og sumarleg 🙂

Rúlluterta með berjum og rjóma

Rúllutertan
3 egg
120 gr sykur
120 gr hveiti
1 tsk lyftiduft

Fylling
100 gr fersk hindber
100 gr fersk bláber
2 msk sykur
5 dl rjómi (ég notaði minna, ca. 3,5 dl – smekksatriði).

Setjið ofninn á 225 c.

Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. Blandið saman hveiti og lyftidufti og siktið yfir eggjablönduna og blandið varlega saman við með sleikju.

Bökunarpappír lagður í ofnskúffu (ca. 30×40 cm). Penslið með smá bræddu smjöri. Ég hafði pappírinn aðeins stærri til að geta brotið upp á kantana en þess þarf ekki endilega. Hellið deiginu ofan á pappírinn. Bakið í 5 – 7 mínútur og fylgist vel með, hún brennur hratt og þá er ekki hægt að rúlla henni upp svo vel sé. Takið tertuna út og fjarlagið af ofnskúffuni, hvolfið tertunni á annan bökunarpappír sem er búið að strá smá sykri yfir. Fjarlægið pappírinn sem tertan var bökuð á, ef hann er fastur við er gott að pensla pappírinn með köldu vatni.

Hellið helmingnum af berjunum í skál og stráið sykrinum yfir þau og látið liggja í smá stund. Þeytið rjómann (ég set smá sykur út í 1 – 2 msk af sykri út í en það er smekksatriði). Breiðið 1/3 af rjómanum yfir kökuna og svo berjablönduna með sykrinum yfir. Rúllið tertunni upp (og munið að snúa samskeitunum niður.) Setjið afganginn af rjómanum yfir tertuna og stráið berjunum yfir.

Uppskrift fengin úr tímaritinu Hembakat. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s