Kökur

Halloween kaka með könguló

Íslendingafélagið í Stokkhólmi hélt snemmbúið Halloween-ball í gær og þar sem boðið var pálínuboð áttu allir að koma með eitthvað með sér í Halloween-stíl. Ég er nú ekki beinlínis þekkt fyrir að vera sérlega frumleg né hugmyndarík í kökuskreytingum en sem stjórnarkona í félaginu gat ég ekki annað en fylgt eigin skipunum og mætt með eitthvað. Hugmyndina fékk ég auðvitað af netinu 🙂

Ég notaði súkkulaðikökuuppskriftina frá mömmu í verkið en bætti dálítið af kakói við (til að kakan yrði aðeins dekkri).

Fyrir kremið notaði ég smjörkremið sem fylgi súkkulaðikökunni en sleppti bæði eggi og kakói. Ég fann hvergi appelsínugulan matarlit þannig að ég blandaði saman tveimur, gulum og rauðum wilton paste litum til að fá út appelsínugulann. Svo gerði ég nokkra hringi með brúnum glassúr til að búa til “netið”. Settið svo þessa huggulegu könguló ofan á (sem ég hafði varla lyst á að koma við sjálf, ég fæ alveg hroll af svona, þó sérstaklega ef þetta er úr mjúku gúmmíi….)

Allavega, ég var bara ansi ánægð með útkomuna þó ég segi sjálf frá – þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ég nota matarlit í bakstur í eitthvað annað en piparkökur og það er sennilega enn lengra síðan ég hef haft fyrir því að “skreyta” kökur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s