Kökur

Frönsk Súkkulaðikaka

Um síðustu helgi buðum við gestum upp á Boeuf Bourgignon (sem er í alvöru talað eitthvað það allra besta sem ég fæ!) og mér fannst þá viðeigandi að bjóða upp á franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Eftirfarandi uppskrift er auðvitað löngu orðin klassík á Íslandi en hún verður svo sannarlega ekki verri fyrir það 🙂 (Ég held reyndar að þetta krem ofan á kökunni eigi lítið skylt við Frakkland en hvað um það… )

IMG_0771
Frönsk súkkulaðikaka
200 gr sykur
4 egg
200 gr suðusúkkulaði
200 gr smjör
1 dl Hveiti

Krem
150 gr suðusúkkulaði
70 gr smjör
2 msk síróp

Aðferð
Þeytið egg og sykur vel saman þar til létt og ljóst. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita. Látið kólna aðeins. Blandið hveitinu varlega saman við eggjablönduna, helst með sleikju. Blandið að lokum súkkulaðinu saman við, varlega. Bakið í ca. 30 mínútur við 180 gr.

Kremið er búið til með því að bræða súkkulaði, smjör og síróp saman. Hellt yfir kökuna meðan kremið er ennþá heitt.

IMG_0773

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s