Gerbakstur · Kökur

Marsipanlengja

Þessi uppskrift er stökkbreyting á einni af fyrstu uppskriftunum sem við settum hérna á bloggið 🙂

Kanillflétta var uppáhaldið mitt lengi vel. Þarsíðustu helgi ákvað ég að prufa að setja nýja fyllingu í hana, ég gerði reyndar 4 mismunandi fyllingar en mér fannst þessi bera af.


Marsipanlengja
50 gr ferskt ger (1 pk þurrger = 15 gr)
150 gr smjör
6 dl mjólk
Salt á hnífsoddi
1 dl sykur
1 tsk kardimomma
15 -16 dl (ca 820 gr) hveiti

Fylling
75 gr smjör
1 dl sykur
100 gr Odense marsipan
Hvítt súkkulaði

Aðferð
1. Ferska gerið mulið ofan í skál. Smjörið og mjólk sett í pott og vökvinn hitaður þar til hann er volgur (37°) og svo hellt yfir gerið og hrært í þar til það hefur leysts upp.
2. Salti, sykri, kardimommu og hveiti bætt út í smátt og smátt. Unnið saman í deig og látið hefast undir viskastykki í 45 mínútur.
3. Fyllingin hrærð saman: smjörið mýkt upp að stofuhita (t.d. í örbylgju) þannig að það verði mjúkt en ekki að vökva. Sykri, og marsipan bætt út í og hrært í. Best er að hræra þetta saman í hrærivél þar sem marsipan getur verið svolítið stíft.
4. Þegar deigið hefur hefað sig er það hnoðað í nokkrar mínútur og síðan skipt upp í 2 helminga. Hvor bitinn um sig er flattur út með kökukefli í aflangan bita (eins og pizzu á bökunarplötu). Fyllingin er sett í miðjuna á útflöttu deiginu.
5. Skerið rendur í deigið, skáhallt, sitt hvoru megin við fyllinguna með hníf og síðan er deigið fléttað saman með því að leggja flipana hvorn yfir annan.
6. Ofninn settur á 200 gr. og lengjurnar látnar hefa sig aftur í ca. 30 mínútur undir viskastykki. Flétturnar eru penslaða með eggi og bakaðar í neðri hluta ofnsins í 15 – 20 mínútur. Bræðið súkkulaðið.
7. Látið flétturnar kólna svolítið og skreitið með súkkulaðinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s