Brauð og bollur · Gerbakstur

Hunangs- og hafrabrauð

Hunangs- og hafrabrauð

Það hefur verið full hljóðlátt á bloggvígstöðvunum síðustu vikur, ég bókstaflega að drukkna í verkefnavinnu í skólanum og í nýju vinnunni og hin eldhússystirin ansi nálægt því að fjölga mannkyninu aftur 🙂 Það hjálpar svo ekki að tölvan mín er algerlega við það að gefa upp öndina og varla hægt að hlaða myndum inn á hana lengur. Ég tók mig þess vegna til og hlóð öllum myndunum af vélinni inn á vinnutölvuna í morgun og kom þar í ljós ýmis bakstur sem ég hafði tekið mér fyrir hendur síðustu 6 mánuði, þ.á.m. þetta hungangs – og hafrabrauð sem var einstaklega gott.

Þetta brauð tekur auðvitað smá tíma í bakstri og undirbúningi, svona eins og gengur með gerbakstur. Þetta er allavega ekki eitthvað sem maður skellir í korteri fyrir heimsókn en það er ofureinfalt ef maður hefur tímann aðeins fyrir sér 🙂 Það var mjúkt og gott daginn eftir og var sérlega gott í ristina þá! (Væri eflaust fínt á þriðja degi líka, en þar sem það var búði þá komumst við ekki að því í þetta sinn…)

Hunangs- og hafrabrauð

Hunangs- og hafrabrauð

Hráefni

380 gr hveiti
65 gr hafrar
2 ¼ tsk þurrger
1,5 tsk salt
250 ml mjólk
60 ml volgt vatn
30 gr smjör
4 msk hunang

Ofan á brauð

2 msk hunang, velgt
2 msk hafrar

Aðferð
Blandið saman hveiti, höfrum, geri og salt,

Bræðið smjörið og velgið mjólkina aðeins. Blandið saman og bætið vatninu og hunanginu út í.

Blandið vökvanum saman við þurrefnin  og hnoðið (annað hvort í höndunum eða í hrærivél) vel (upp undir 10 mín. Í hrærivél. ). Ef deigið er mjög blautt má bæta aðeins af hveiti saman við eða bæta smá vatni ef það er of þurrt. Látið deigið hefast í 30 mín – 1 klst.

Þegar deigið hefur tvöfaldast að stærð, stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið út með fingrunum í ferhyrning sem er u.þ.b. 22 x 30 cm að stærð. Rúllið deiginu upp þetta og setjið í brauðform sem er u.þ.b. 22 cm að lengd. Látið hefast í 30 mín – 1 klst.  Þegar deigið er búið að hefasat hellið 2 msk af hunangi og stráið 2 msk af höfrum ofan á brauðið.

Hitið ofninn í 180 c. Setjið tóman bökunardisk neðst í ofninn og látið hálfan líter af vatni sjóða (t.d. í hraðsuðukatli). Hellið sjóðandi vatninu í bökunardiskinn. Bakið brauðið í 40 – 50 mín eða þar til það er orðið gullinbrúnt.

Látið kólna alveg áður en þið berið fram (einmitt, ekki mjög líklegt að maður geti beðið 😉 ).


Hunangs- og hafrabrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s