Kökur

GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEРPEKANHNETUKURLI

Nýjasta tölublað sænska bakstursblaðins Hembakat lenti í póstkassanum í síðustu viku og þar kenndi aldeilis ýmissa girnilegra grasa, m.a. var heill þáttur um bakstur með graskerjum. Ekki beinlínis eitthvað sem mér hefði dottið í hug sjálfri en það er kannski ekkert svo skrítið, svona miðað við að maður notar oft gulrætur í bakstur. 

Ég ákvað að demba mér í gulrótar- og graskersköku sem reyndist vera alveg sjúklega góð. Ekki bara er hún einstaklega bragðgóð og skákar hvaða venjulega gulrótarköku sem er heldur var kremið með lime-keim og svo var pekanhnekukurl til viðbótar. Ég var ekki að nenna að gera kurlið, og langaði helst að bara fara að drífa í því að úða kökunni í mig en ég ákvað að láta mig hafa það og djísús – þetta setti algerlega punktinn yfir sykur-i-ið! Ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið verulega gott á ýmislegt annað, t.d. muffins og cupcakes og eplakökur! 

Allavega, hér kemur uppskriftin að þessari dásemd. Ef þið nennið ekki að redda ykkur graskeri (eða hafið ekki aðgang að slíku gómsæti) þá er hægt að skipta því út fyrir gulrætur. 

Gulrótar- og graskerskaka 

U.þ.b. 15 bitar 

Kökubotnar

6 egg 
4 dl sykur 
2,5 ljós muscavadosykur (eða ljós púðursykur) 
4,5 dl hveiti 
1 tsk lyftiduft 
1 msk kanill 
1 msk kardimommuduft 
1 tsk hafssalt 
3 dl bragðlítil olía (t.d. sólblómaolía)
200 gr gulrætur 
200 gr grasker (má skipta út fyrir gulrætur) 
2,5 dl möndlumjöl 

Krem 

400 gr rjómaostur 
2,5 dl flórsykur 
1 lime, bæði safi og rifið hýði 

Pekanhnetukurl 

1 dl sykur 
1 msk smjör 
100 gr pekanhnetur 
1 msk hafssalt 

Aðferð 

Stillið ofninn á 180°c. 

Þeytið egg og sykur vel saman, þar til ljóst og létt. Bætið muscavadosykrinum út í og hrærið. 

Blandið þurrefnunum saman og blandið saman við eggjahræruna, þeytið ekki heldur notið sleikju til að blanda saman við. Bætið olíunni út í nokkrum skömmtum og hrærið með sleikjunni á milli. 

Afhýðið og rífið bæði gulrætur og grasker gróft. Blandið saman við möndlumjölið og blandið að lokum saman við deigið. 

Smyrjið djúpa ofnskúffu (ca. 20 x 30 cm) og hellið deiginu í hana. Bakið í ca. 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunni. 

Krem: 

Blandið rjómaosti og flórsykri saman. Hræið limesafanum og hýðinu saman við. Ef kremið er mjög þunnt, bætið flórsykri saman við það. 

Pekanhnetukur: 

Bræðið sykurinn á pönnu þar til hann er orðin gullinbrúnn. Setjið smjörið út á og hellið hnetunum út í um leið og smjörið er bráðnað. Hrærið vel saman og setjið svo hneturnar á bökunarpappír. Stráið saltinu yfir og látið svo hneturnar stífna vel. 

Til að setja kökuna saman er botninn skorinn í tvennt. Helmingnum af kreminu smurt á annan botninn, hinn svo lagður yfir og restinni af kreminu smurt ofan á. Stráið hnetukurlinu yfir og skerið svo kökuna í hæfilega stóra bita. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s