Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana. Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta
Tag: kaka
Lakkrísterta með sterkum djúpum
Ég fann uppskriftina að þessari lakkrístertu í tímaritinu Hembakat síðasta sumar. Strákurinn sem bjó hana til vann e-s konar lakkrís-bökunarkeppni með þessi framlagi og mér fannst svo merkilegt að hann notaði sterkar djúpur í hana, það er ekki beint eins og hvorki djúpur né sterkar djúpur sé á hverju strái í Svíþjóð. Þær fást þó… Halda áfram að lesa Lakkrísterta með sterkum djúpum
Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Stundum kemst ég í alveg ferlegt jólaskap alveg dálítið löngu áður en flestum finnst það í lagi. Um daginn kom einmitt yfir mig þessi svakalegi jólafílingur og áður en ég vissi af var ég búin að henda í þessar piparkökumuffins með kanilkremi. Þær sviku mig heldur ekki – virkilega góðar og ég get alveg mælt… Halda áfram að lesa Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Halloween kaka með könguló
Íslendingafélagið í Stokkhólmi hélt snemmbúið Halloween-ball í gær og þar sem boðið var pálínuboð áttu allir að koma með eitthvað með sér í Halloween-stíl. Ég er nú ekki beinlínis þekkt fyrir að vera sérlega frumleg né hugmyndarík í kökuskreytingum en sem stjórnarkona í félaginu gat ég ekki annað en fylgt eigin skipunum og mætt með… Halda áfram að lesa Halloween kaka með könguló
Smákökukaka
Ok, ég veit að ljósmyndahæfileikar mínir hafa oft skinið aðeins skærar en hérna en þessi kaka var í alvöru ótrúlega góð. Nafnið 'smákökukaka' er réttnefni því að þetta er eiginlega bara risastór smákaka, svona eins og risa subway-smákaka sem er borðuð eins og terta, t.d. með ís. Og súperfljótleg (sérstaklega ef maður býr ekki í… Halda áfram að lesa Smákökukaka
Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi
Bloggið hefur aðeins þurft að sitja á hakanum núna í vor og sumarbyrjun, svona þegar ég var að berjast við að klára mastersritgerðina mína. Ég held ég hafi ekki alveg áttað mig á því þegar ég ákvað að taka LL.M gráðu samhliða vinnu hversu mikil vinna það er (fullkomin afneitun er sennilega betri lýsing!), en… Halda áfram að lesa Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi
Hindberjakaka með kókos
Sumar kökur veit ég bara að mér muni finnast góðar um leið og ég sé uppskriftina. Þessi kaka er gott dæmi um það. Það var orðið talsvert langt síðan ég hafði bakað upp úr hembakast svo ég ákvað síðasta sunnudag að finna eitthvað girnilegt til að prófa. Og ég meina, hvernig getur svona uppskrift klikkað?… Halda áfram að lesa Hindberjakaka með kókos
Rice Krispies Cake with Bananas, Whipped Cream and Caramel.
**Ég set þessa uppskrift inn á ensku, ástæðuna fáið þið neðst í póstinum, eftir bloggfærsluna. Rice Krispies Cake with Bananas, Whipped Cream and Caramel. Cake 100 gr butter 100 gr dark chocolate 100 gr mars chocolate bars 4 tablesp. light syrup 5 cups/12,5 dl Rice Krispies Melt the butter on low heat in a pan,… Halda áfram að lesa Rice Krispies Cake with Bananas, Whipped Cream and Caramel.
Chilli-kladdkaka með dumlekaramellum
Sá þennan snúning á kladdköku í síðasta hefti Hembakat og bara varð að prófa. Varð ekki svikin frekar en fyrri daginn af Hembakat-uppskriftinni, ég elska þetta tímarit skal ég segja ykkur! Varðandi baksturstíma á kladdkökum þá er hann yfirleitt 20 mínútur skv. uppskriftum. Það virkar ekki í mínum ofni, þá verður kakan ekki bara… Halda áfram að lesa Chilli-kladdkaka með dumlekaramellum
Whoopie-pie kaka
Mig hefur lengi langað til að prófa að gera whoopie-pie smákökur, aðallega af því að mig langaði svo mikið til að smakka þær (mér finnst flestar kökur með kremi alveg vandræðalega góðar). Ég hef hins vegar frekar takmarkaða dundurs-þolinmæði og hef dálítið sett fyrir mig að það þarf að setja þær saman hverja og eina… Halda áfram að lesa Whoopie-pie kaka