Hakkréttir · Kartöflur

Smala-baka (Shepherd’s Pie)

Ég, eins og svo margir aðrir, á við það vandamál að etja að mér dettur aldrei neitt nýtt í hug til að elda. Ég nenni sjaldan að prufa eitthvað nýtt og fer ég alltaf í það að elda gömlu góðu réttina. Einn af þessu gömlu góðu er einmitt smala-baka eða shepherds pie á útlensku. Þetta er réttur sem ég prufaði að gera fyrir nokkrum árum og hann náði að skjóta rótum í eldhúsinu. Það sem er mjög svo ágætt við hann er að hann er aldrei eins, það sem er til þá stundina er notað í hann og gott að nýta það grænmeti sem er á síðasta séns 🙂

Smala-baka

Smala-baka

500 gr kartöflur
1/2-1 dl mjólk
1/2 bolli rifinn ostur
500 gr hakk
4 bollar af grænmeti (ég notast við gulrætur og gular baunir)
2 msk. hveiti
3/4 bolli af soði (vatn + kjötkraftur)
2 msk. tómatsósa
Kryddað eftir smekk

Kartöflur eru soðnar þar til þær eru mjúkar (ca. 20 min). Á meðan er kjötið steikt á pönnu, þegar kjötið er brúnað er hveitið sett út á pönnuna. Grænmeti, soði og tómatsósu bætt út á kjötið. Látið malla í 5 mín, hrært reglulega.

Kveikið á ofninum, 190°c. Hellið vatninu af kartöflunum og setið þær aftur í pottin, mjólkin sett í pottinn og kartöflurnar stappaðar. 1/4 bolli af osti sett út í kartöflumúsina.

Hakkið er sett í eldfast form, kartöflumúsinni smurt ofaná og bakað í 18 min. Restinni af ostinum stráð yfir og bakað í aðrar tvær mín eða þar til osturinn er bráðnaður.

Ein athugasemd á “Smala-baka (Shepherd’s Pie)

  1. vaaaaaaá hvað þetta er gott ! Takk fyrir frábæra uppskrift 😀 átti ekki maís en steikti 1 papriku, rifnar gulrætur og rifinn hvítlauk.. og notaði bæði venjulegar kartöflur og sætar kartöflur í músina, kom ótrúlega vel út 🙂 litlu gaurarnir mínir hámuðu þetta í sig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s