Kjúklingaréttir

Kjúklingur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma

 

IMG_6393

Ég og Binni erum með ágætis verklag í gangi varðandi það að elda nýjan mat. Ég legst í uppskriftagúggl, finn nýjar uppskriftir og Binni eldar þær svo.  Mér finnst þetta vera algert win-win dæmi fyrir mig 😉 Þannig var það líka með laugardagsmatinn um helgina, eiginmaðurinn sá um framkvæmdinaa á þeirri máltíð eins og svo oft áður.

Þessi uppskrift, sem ég fann á matklubben.se, er alger djúsí-lúsi, svo ekki sé meira sagt. Aftur á móti var hún líka alveg rosalega bragðgóð (æji, er þetta ekki alltaf svona?). Strákarnir okkar geta verið svolítið miklir gikkir og beikonið var þeim engan vegin að skapi (það var nefnilega ekki svona stökkt eins og þegar maður steikir það á pönnu) en sósan fannst þeim æðisleg. Við bárum þetta fram með hrísgrjónum og salati.

IMG_6389

Kjúklingur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma

F. 6

6 kjúklingabringur
250 gr beikon
salt
pipar
5 dl sýrður rjómi (uppskriftin kallar á 34% en mér finnst ekki úr vegi að nota aðeins minna feitan)
1 dl matreiðslurjómi
1 – 2 dl rifinn ostur
3 msk sweet chili sósa
2 stór hvítlauksrif
3 – 4 msk kjúklingakraftur (fond) eða  2 – 3 teningar kjúklingakraftur

Kjúklingurinn skorinn í nokkuð stóra strimla. Beikionið skorið í bita. Steikt á pönnu, saltað og piprað. Kjúklingur og beikon lagt í eldfast mót.

Sýrðum rjóma, rjóma, osti, sweet chilli-sósu, pressaður hvítlaukur og kjúklingakrafti blandað saman. Hellt yfir kjúklingin og beikon. Gott er að strá smá osti yfir réttinn að lokum.

Bakað í 10 – 15 mínútur við 225 gr.

2 athugasemdir á “Kjúklingur með beikoni, hvítlauk og sýrðum rjóma

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s