Jól · Konfekt

Jólakonfekt

Það eru mörg ár síðan ég byrjaði að gera konfekt fyrir jólin. Ef ég man rétt þá var það jafnvel áður en ég flutti að heiman 🙂 Hvaða konfekt ég hef gert hefur verið mismunandi á milli ára. Þó er einn moli sem ég geri alltaf og það er döðlu-marsipan hjúpað með súkkulaði, ég komst reyndar ekki í að gera hann fyrr en á milli jóla og nýárs núna í ár en hann var gerður engu að síður.

Fyrir þá sem vilja hafa konfektið sitt vegan eða ættla að gleðja grænkera þá skal sleppa hunanginu í lime döðlunum og nota vegan smjör í stað mjólkur smjörs.

IMG_9803


Döðlu-marsipan hjúpað með súkkulaði

200 gr fallegar döðlur (steinhreinsaðar, ekki alveg ferskar)
100 gr marsipan (Odense konfekt marsipan t.d.)
200 gr suðusúkkulaði
smjörklípa

Takið klípu (ca. tvisvar sinnum stærri en döðlusteinn) af marsipani og búið til ávala „kúlu“ og setjið inní döðluna. Endurtakið þar til allar döðlurnar eru fylltar.

Bræðið súkkulaðið við lágan hita, Ég er vön að setja smá klípu af smjöri útí súkkulaðið til að það verði ekki jafn hart þegar það harðnar aftur og það kemur fallegri gljái á það.

Dýfið döðlunum í súkkulaðið og leggið á smjörpappír. Það má t.d. hylja döðluna alveg, setja annan endan ofan í súkkulaðið eða dífa botninum og endunum eins og ég kýs að gera. Ég á einnota sprautupoka sem ég keypti í Allt í köku, í hann setti ég smá hvítt súkkulaði og bræddi í vatnsbaði. Klipti endan af pokanum og sprautaði fyrr hverja döðlu zik zak munstur til að fá smá fansí fíling 😉 Mikilvægt er að láta súkkulaðið harðna alveg áður en döðlurnar eru settar í box.

Geymist best í kæli/frysti

Lime – Döðlur

200 gr fallegar döðlur (steinhreinsaðar, ekki alveg ferskar)
100 gr marsipan (Odense konfekt marsipan t.d.)
1 lime
1 msk hunang
1/2 dl sykur

Fínrífið börkinn utan af lime-inu og hrærið saman við marsipanið og hunangið. Takið klípu (ca. tvisvar sinnum stærri en döðlusteinn) af marsipani og búið til ávala „kúlu“ og setjið inní döðluna. Endurtakið þar til allar döðlurnar eru fylltar. Rúllið svo döðlunum upp úr sykrinum.

Geymist best í kæli/fyrsti.

Kókoskúlur

100 gr smjör (við stofuhita)
3 dl haframjöl
1 1/2 dl kókosmjöl
1 1/2 dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
2 msk kakó
2 msk vatn
Kókosmjöl

Hrærið öllum hráefnunum saman. Mótið kúlur og rúllið þeim upp úr kókosmjöli.

Geymist best í kæli/frysti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s