Hakkréttir

Spagettíréttur með rjómaosti

IMG_6276

Ég ákvað í gær að prófa að elda einhverja af þeim fjöldamörgu uppskriftum sem ég er búin að merkja á pinterest. Fyrir valinu varð þessi spagettíréttur með rjómaosti. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir lofið á netinu þá var ég aðeins skeptísk, mér fannst innihaldslistinn bæði stuttur og ég var ekki alveg seld á að þetta væri nógu „djúsí“ eða blautt til að vera gott. Mér skjátlaðist þar. Þetta var nefnilega æðislega gott! Sérstaklega í ljósi þess hversu einfaldur rétturinn er.

Rjómaosturinn var alveg að gera sig. Okkur fannst þetta öllum mjög gott en strákarnir sérstaklega rifu þetta í sig. Sá eldri sem er yfirleitt frekar matgrannur fékk sér þrisvar á diskinn. Ég ætla lýsa því yfir að þessi réttur hafi slegið í gegn hjá fjölskyldunni 🙂

IMG_6341

Spagettíréttur með rjómaosti

340 gr spaghettí
800 ml góð, tilbúin pastasósa
500 gr nautahakk
100 gr pepperóní eða önnur ítölsk pylsa, ef vill
1 tsk af ítölskum kryddum (ég átti ekki svoleiðis til og notaði blöndu af grænum kryddum sem ég átti: basiliku, rósmarín og oregon).
1 stórt hvítlauksrif (eða 2 lítil)
225 gr rjómaostur
50 gr ostur (eða eftir smekk, ég setti meira ), t.d. mozzarella eða parmesan (eða annar ef vill)

Hakkið er steikt á pönnu. Mér finnst mjög gott að steikja smá pepperóní með (sem er þá hakkað í matvinnsluvél eða skorið smátt) en það má alveg sleppa því. Pastasósunni hellt út á og látið malla í smástund.

Spagettíið soðið skv. leiðbeiningum. Látið renna af því og rjómaostinum, hvítlauknum og ítölsku kryddunum blandað saman við.

Smá kjötsósa sett í botninn á eldföstu móti, spaghettíinu hellt yfir og svo restinni af kjötsósunni. Að lokum er osturinn settur yfir.

Bakað við 180 gr. í ca. 30 mínútur eða þar til ostur er orðinn gullinbrúnn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s