Ég er búin að baka 4 stk af þessu brauði á 3 dögum, þetta hverfur ofan í svöng börn og svanga menn eins og ekkert sé 🙂 Ég notaði banana í staðinn fyrir egg þar sem Halli var að sneiða hjá öllum dýraafurðum í janúar. Ég skal segja ykkur það að brauðið varð ekkert verra… Halda áfram að lesa Döðlubrauð
Tag: Eldhússystur
Járnpotta-brauð
Þetta brauð bakaði ég fyrir jól. Það tekur alveg ferlega langan tíma og þetta er ekki brauð fyrir þá sem vilja baka brauð með litlu veseni. Brauðið er þrátt fyrir vesenið (eða þökk sé því) mjög gott og er skorpan á því svona hörð og “kröntsí”. Þetta er fínt helgar verkefni 😉 Til að baka… Halda áfram að lesa Járnpotta-brauð
Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina. Piparkökusíróp 2 bollar vatn 1… Halda áfram að lesa Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Hálfmánar með sultu
Hálfmánar með sultu 800 gr Kornax hveiti 400 gr smjör við stofuhita 400 gr sykur 1 tsk hjartasalt 5 Nesbúegg 3 tsk kardimommur Sveskju- eða rabarbarasulta Slegið egg til að pennsla með Kveikið á ofninum á 190° Hnoðið öllum innihaldsefnunum saman. Fletjið út og skerið út hringi, setjið 1/2 tsk af sultu í miðjan hringinn,… Halda áfram að lesa Hálfmánar með sultu
Vanillukaramella með sjávarsalti
Eins og fram hefur komið hérna þá er Ágústa mín með laktósaóþol. Þegar við fluttum til Svíþjóðar kom það okkur mjög á óvart hvað það var til mikið úrval af laktósfríum vörum þar. Á litla Íslandi var ekkert slíkt í boði og notuðum við mikið sojamjólk og hrísmjólk, enda þekktum við ekki annað. Þegar við… Halda áfram að lesa Vanillukaramella með sjávarsalti
Marsipanlengja
Þessi uppskrift er stökkbreyting á einni af fyrstu uppskriftunum sem við settum hérna á bloggið 🙂 Kanillflétta var uppáhaldið mitt lengi vel. Þarsíðustu helgi ákvað ég að prufa að setja nýja fyllingu í hana, ég gerði reyndar 4 mismunandi fyllingar en mér fannst þessi bera af. Marsipanlengja 50 gr ferskt ger (1 pk þurrger = 15… Halda áfram að lesa Marsipanlengja
Plokkfiskur
Ég fékk oft plokkfisk hjá frænku minni þegar ég var lítil. Plokkfiskur var ekki matur sem var eldaður á mínu heimili fyrr en ég nöldraði líftóruna úr mömmu, hún lét til leiðast og gerði hún hann eftir einhverri grunnuppskrift geri ég ráð fyrir. Ég varð alveg viti mínu fjær af fílu yfir því að hún… Halda áfram að lesa Plokkfiskur
Heimalagaður ís
Ís 6 stk eggjarauður ½ bolli dökkur púðursykur 1 tsk vanilla ½ l þeyttur rjómi Rauður og sykur þeytt vel saman. Rjóma og vanillu hellt saman við og hrært þar til allt er vel blandað saman. Hellið í brauðform eða form að eigin vali og frystið. Gott er að taka ísinn út á 30-40 min… Halda áfram að lesa Heimalagaður ís
Lakkrískladdkaka
Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.
Lakkríssíróp
Lakkríssíróp 140 gr Haribo Piratos 4 dl vatn Setjið lakkrísinn og vatnið í þykkbotna pott og hitið á meðal hita.Hrærið af og til þar til lakkrísinn er uppleystur. Leyfið sírópinu að létt sjóða þar til þið eruð ánægð með þykktina, ágætt er að hafa í huga að sírópið þykknar aðeins þegar það kólnar. Setjið sírópið… Halda áfram að lesa Lakkríssíróp