Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Tag: Eldhússystur
Sjónvarpskaka
Áður en við fluttum til Svíþjóðar bakaði ég þessa köku reglulega. Halli er ekkert sérstaklega hrifinn af henni og eftir að við systurnar byrjuðum með þetta blogg var komin einhver voða pressa með að koma alltaf með eitthvað nýtt og því hætti ég að baka gömlu góðu uppskriftirnar. Þegar ég bakaði hana oft googlaði ég… Halda áfram að lesa Sjónvarpskaka
Döðlugott (v)
Ég veit eiginlega ekki hvar ég hef verið þegar þetta kom, sá og sigraði Ísland (kannski í Svíþjóð). Ég hef aldrei heyrt um þetta og rakst á uppskrift að þessu þegar ég var að fara í gegnum vinnutölvuna í leit að einhverju. Þegar ég sá word skjal merkt uppskriftir þá gat ég bara ekki annað… Halda áfram að lesa Döðlugott (v)
Súkkulaði börkur
Það er varla að þetta teljist sem uppskrift þetta er svo einfalt 🙂 Þetta er þrátt fyrir einfaldleikan ljúffengt, gleður augað og er tilvalið til að eiga til inn í ísskáp/frysti ef gesti ber að garði. Það er ljómandi gott að maula á þessu með kaffibollanum 🙂 Súkkulaði börkur með hnetum og ávöxtum 450 gr… Halda áfram að lesa Súkkulaði börkur
Valentínusarrúlluterta
Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana. Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta
Döðlubrauð
Ég er búin að baka 4 stk af þessu brauði á 3 dögum, þetta hverfur ofan í svöng börn og svanga menn eins og ekkert sé 🙂 Ég notaði banana í staðinn fyrir egg þar sem Halli var að sneiða hjá öllum dýraafurðum í janúar. Ég skal segja ykkur það að brauðið varð ekkert verra… Halda áfram að lesa Döðlubrauð
Járnpotta-brauð
Þetta brauð bakaði ég fyrir jól. Það tekur alveg ferlega langan tíma og þetta er ekki brauð fyrir þá sem vilja baka brauð með litlu veseni. Brauðið er þrátt fyrir vesenið (eða þökk sé því) mjög gott og er skorpan á því svona hörð og “kröntsí”. Þetta er fínt helgar verkefni 😉 Til að baka… Halda áfram að lesa Járnpotta-brauð
Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina. Piparkökusíróp 2 bollar vatn 1… Halda áfram að lesa Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Hálfmánar með sultu
Hálfmánar með sultu 800 gr Kornax hveiti 400 gr smjör við stofuhita 400 gr sykur 1 tsk hjartasalt 5 Nesbúegg 3 tsk kardimommur Sveskju- eða rabarbarasulta Slegið egg til að pennsla með Kveikið á ofninum á 190° Hnoðið öllum innihaldsefnunum saman. Fletjið út og skerið út hringi, setjið 1/2 tsk af sultu í miðjan hringinn,… Halda áfram að lesa Hálfmánar með sultu
Vanillukaramella með sjávarsalti
Eins og fram hefur komið hérna þá er Ágústa mín með laktósaóþol. Þegar við fluttum til Svíþjóðar kom það okkur mjög á óvart hvað það var til mikið úrval af laktósfríum vörum þar. Á litla Íslandi var ekkert slíkt í boði og notuðum við mikið sojamjólk og hrísmjólk, enda þekktum við ekki annað. Þegar við… Halda áfram að lesa Vanillukaramella með sjávarsalti