Brauð og bollur · Gerbakstur

Hafrabollur

Ég er örugglega ekki ein um það að hlakka til helgarinnar á þessum föstudagseftirmiðdegi. Eitt af því sem ég geri mjög gjarnan um helgar er að baka morgunverðarbollur og prófa þá oft nýjar uppskriftir. Þetta er náttúrulega einhvers konar veiki að þurfa alltaf að vera prófa eitthvað nýtt - og íhaldssamari meðlimir fjölskyldunnar þurfa stundum… Halda áfram að lesa Hafrabollur

Brauð og bollur · Gerbakstur

Sítrónubollu-brauð

Ég bakaði þetta sítrónubollu-brauð um síðustu helgi, eða hvað á maður annars að kalla svona brauð-bollu samsetningu? Maður kallar auðvitað svona gerbakstur meira snúða en bollur á Íslandi, ég er kannski farin að rugla sænskunni fullmikið saman við íslenskuna? Hvað um það - það fatta örugglega allir hvað ég á við 🙂 Hvað um það,… Halda áfram að lesa Sítrónubollu-brauð

Aðalréttir · Brauð og bollur

Heimagerð hamborgarabrauð

Hefur ykkur ekki alltaf dreymt um að baka eigin hamborgarabrauð? Ekki það? Skrítið 😉 Ég rakst e-n tíman á uppskrift að hamborgarabrauðum og ákvað að þau hlytu að vera miklu betri heldur en búðarbrauðin. Ég meina, það er jú auðvitað eiginlega allt heimabakað betra en búðarkeypt að mínu mati. Binni eldaði pulled pork í morgun… Halda áfram að lesa Heimagerð hamborgarabrauð

Brauð og bollur · Gerbakstur

Apabrauð með kanilsykri og karamellu

Ég er búin að vera með þetta kanilkúlubrauð á todo-listanum mínum í marga mánuði og fannst tilvalið að prófa það í gær. Við fjölskyldan vorum nýkomin úr sundi (og það rándýru, eitt af því sem við söknum mikið frá Íslandi skal ég segja ykkur). Þetta er eitthvað sem kallast monkey-bread eða apabrauð í ameríku og… Halda áfram að lesa Apabrauð með kanilsykri og karamellu

Gerbakstur · Jól

Saffran-bollur (Lussekatter)

Þegar við fjölskyldan fluttum til Svíþjóð í fyrra skiptið smökkuðum við auðvitað hina margfrægu Lussu-ketti, þ.e. saffransbollur. Mér fannst þetta dálítið spes bakkelsi, svona til að vera alveg hreinskilin. En núna er ég alveg dottin á bólakaf í Lussu-pottinn, og að ég held öll fjölskyldan. Strákarnir fengu snúða með saffrani í haust og þá heyrðist… Halda áfram að lesa Saffran-bollur (Lussekatter)

Brauð og bollur · Gerbakstur

Hunangs- og hafrabrauð

Það hefur verið full hljóðlátt á bloggvígstöðvunum síðustu vikur, ég bókstaflega að drukkna í verkefnavinnu í skólanum og í nýju vinnunni og hin eldhússystirin ansi nálægt því að fjölga mannkyninu aftur 🙂 Það hjálpar svo ekki að tölvan mín er algerlega við það að gefa upp öndina og varla hægt að hlaða myndum inn á… Halda áfram að lesa Hunangs- og hafrabrauð

Gerbakstur · Kökur · Smákökur

Kanelbullens dag

Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999. Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili). Ég… Halda áfram að lesa Kanelbullens dag

Brauð og bollur · Gerbakstur

Hindberjasnúðar með glassúr

Í dag ætla ég að standa undir uppnefninu "snúðasystir" sem ég gaf sjálfri einhvern tíman á facebooksíðunni okkar. Ég rakst á svo fárálega girnilega snúða á uppskriftabloggarúntinum mínum um daginn að það var eiginlega ekki um annað að ræða en að baka þá strax. Ég á auðvitað fullt af snúðauppskriftum (t.d. hér og hér og… Halda áfram að lesa Hindberjasnúðar með glassúr