Jól · Smákökur

Dumlekökur

Ok, þessar smákökur voru svo asnalega góðar að ég á eiginlega ekki til orð til að lýsa því. Þær eru eiginlega meira eins og sælgæti heldur en smákökur. Ég hafði engar brjálaðar væntingar sjálf en við vorum með gesti þegar ég bakaði þær og ég hef aldrei séð smákökur hverfa jafn hratt ofan í fólk.… Halda áfram að lesa Dumlekökur

Aðalréttir

Kjúklingabaunabuff

Hér kemur einn fljótleg, auðvelt og holl uppskrift að kjúklingabaunabuffum sem okkur fjölskyldunni þóttu ljómandi góð 🙂 Kjúklingabaunabuff 2 dósir kjúklingabaunir 1 tsk salt Pipar eftir smekk 1 hvítlauksrif, pressað 1/2 dl brauðrasp 1 egg 1,5 msk steinselja, smátt söxuð (má líka nota þurrkaða) Hveiti Sólblómaolía Látið renna af baununum og skolið þær. Setjið þær… Halda áfram að lesa Kjúklingabaunabuff

Brauð og bollur · Vegan

Hrökkbrauð með fræjum

Hrökkbrauð er ótrúlega vinsælt í Svíþjóð – hér eru heilu rekkarnir í búðum undirlagðir öllum mögulegum (og ómögulegum) hrökkbrauðstegundum, bæði þessu týpíska þykka wasa-hrökkbrauði sem fæst á Íslandi en svo líka þunnu og nýbökuðu, í stórum skífum, í litlum þunnum plötum, heilhveiti, spelt, kanil, kryddhrökkbrauði og fræhrökkbrauði. Það virðist líka vera borið fram í staðin… Halda áfram að lesa Hrökkbrauð með fræjum

Jól · Konfekt

Rocky Road sælgæti

Síðustu ár hef ég orðið vör við að nammi sem kallast “Rocky Road” er gríðarlega vinsælt hér í Svíþjóð, sérstaklega fyrir jólin. Maður sér þetta líka í ýmsum útfærslum, rocky road ís, rocky road kladdkökur og þar fram eftir götunum. Núna ákvað ég loksins að prófa að búa þetta sælgæti, maður verður að reyna fylgja… Halda áfram að lesa Rocky Road sælgæti

Jól · Konfekt

Piparköku- og marsipantrufflur

Ég gerði þessar ljúffengu piparköku- og marsípantrufflur um daginn. Var ég nokkuð búin að segja ykkur að Svíar eru svoldið trylltir í allt piparköku-eitthvað þegar nær dregur jólum? Ég virðist hafa smitast allsvakalega af þessari veiki núna og gat ekki staðist þetta kombó, piparkökur og marsípan. Ég meina í alvöru talað – hvernig getur þetta… Halda áfram að lesa Piparköku- og marsipantrufflur

Eftirréttir · Kökur

Piparköku-kladdkaka

Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka

Kökur

Halloween kaka með könguló

Íslendingafélagið í Stokkhólmi hélt snemmbúið Halloween-ball í gær og þar sem boðið var pálínuboð áttu allir að koma með eitthvað með sér í Halloween-stíl. Ég er nú ekki beinlínis þekkt fyrir að vera sérlega frumleg né hugmyndarík í kökuskreytingum en sem stjórnarkona í félaginu gat ég ekki annað en fylgt eigin skipunum og mætt með… Halda áfram að lesa Halloween kaka með könguló

Kökur · Muffins

Epla-cupcake með púðursykurskremi

Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem… Halda áfram að lesa Epla-cupcake með púðursykurskremi