Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“
Tag: Fljótlegt
SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA
Þessa köku rakst ég á í Hembakat. Ég var búin að bíða í nokkrar vikur eftir rétta tækifærinu til að baka hana, tækifærið kom þegar vinkona mín að sunnan kíkti við í kaffi. Það sem gerir þessa köku öðruvísi er að það þarft ekki hrærivél eða þeytara til að hræra hana saman, pískur eða sleif… Halda áfram að lesa SÚPER EINFÖLD BERJAKAKA
Döðlugott (v)
Ég veit eiginlega ekki hvar ég hef verið þegar þetta kom, sá og sigraði Ísland (kannski í Svíþjóð). Ég hef aldrei heyrt um þetta og rakst á uppskrift að þessu þegar ég var að fara í gegnum vinnutölvuna í leit að einhverju. Þegar ég sá word skjal merkt uppskriftir þá gat ég bara ekki annað… Halda áfram að lesa Döðlugott (v)
Kanilsnúða-kladdkaka
Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka
Sítrónukladdkaka
Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka
Súkkulaði börkur
Það er varla að þetta teljist sem uppskrift þetta er svo einfalt 🙂 Þetta er þrátt fyrir einfaldleikan ljúffengt, gleður augað og er tilvalið til að eiga til inn í ísskáp/frysti ef gesti ber að garði. Það er ljómandi gott að maula á þessu með kaffibollanum 🙂 Súkkulaði börkur með hnetum og ávöxtum 450 gr… Halda áfram að lesa Súkkulaði börkur
Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Ég er sennilega með frekar barnalegan smekk á mat en þetta fannst mér alveg ótrúlega gott kjúklingagratín, og fljótlegt var það. Tvær flugur í einu höggi skal ég segja ykkur 🙂 Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu 900 gr kjúklingur smjör salt og pipar 300 gr rjómaostur 1 krukka salsasósa (ekki verra ef það fæst garlic-salsa sósa heima).… Halda áfram að lesa Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu
Sítrónukaka
Við fjölskyldan skelltum okkur í stutta ferjusiglingu til Finnlands núna í vetrarleyfinu og áttum í gær nokkrar klukkustundir í þessari fallegu borg. Við komum svo aftur heim núna í morgun og vorum ansi þreytt, sum barnanna ákváðu nefnilega að fá hita í gærkveldi og það gerði það að verkum að svefninn í nótt var ekkert… Halda áfram að lesa Sítrónukaka
Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi
Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi
Valentínusarrúlluterta
Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana. Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta