Brauð og bollur · Einfalt

Sænskir „plattar“

Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“

Kökur

Kanilsnúða-kladdkaka

Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka

Eftirréttir · Kökur

Sítrónukladdkaka

Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka

Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu

Ég er sennilega með frekar barnalegan smekk á mat en þetta fannst mér alveg ótrúlega gott kjúklingagratín, og fljótlegt var það. Tvær flugur í einu höggi skal ég segja ykkur 🙂 Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu 900 gr kjúklingur smjör salt og pipar 300 gr rjómaostur 1 krukka salsasósa (ekki verra ef það fæst garlic-salsa sósa heima).… Halda áfram að lesa Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu

Kökur · Muffins

Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Kökur

Valentínusarrúlluterta

Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana.  Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta