Annað · Kökur

Smjörkrem með hvítu súkkulaði

Smjörkrem með hvítu súkkulaði  1 bolli (230 gr) mjúkt smjör 2 bollar (250 gr)  flórsykur 3-5 msk rjómi 170 gr hvítt súkkulaði  Bræðið súkkulaðið, látið það standa og leyfið mesta hitanum að fara úr því án þess þó að það harðni aftur.  Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er orðið létt og ljóst, tekur ca 3-4 min… Halda áfram að lesa Smjörkrem með hvítu súkkulaði

Kökur · Tertur

Prinsesstårta

Eins og margir hafa væntanlega tekið eftir þá er ég óskaplega veik fyrir kanil og lakkrís. Það hefur kannski ekki farið jafn mikið fyrir því en þegar það kemur að marsipani þá bara á ég bara mjög erfitt með að hemja mig. Mér finst algerlega nauðsynlegt að fermingarveislur bjóði uppá kransaköku og rjómatertur með marsipani ofaná eru guðdómlegar.… Halda áfram að lesa Prinsesstårta

Eftirréttir · Kökur

Ostakökubrownie með hindberjum

  Það er ekki alltaf einfalt að vera með bakstursblogg, þótt ég gjarnan myndi vilja borða allt sjálf sem ég baka þá gengur það magnsins vegna ekki alveg upp. Þess vegna býðst ég oft til að koma með “nesti” með mér þegar ég fer til sumra vina minna og þessi kaka var einmitt slíkt góðgæti.… Halda áfram að lesa Ostakökubrownie með hindberjum

Kökur · Muffins

Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Kökur

Valentínusarrúlluterta

Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana.  Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta

Eftirréttir · Kökur

Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma

Ég fékk matreiðslubók frá frægum sænskum matarbloggara, Lindu Lomelino, í kveðjugjöf frá gömlu vinnunni um daginn. Bókin er stútfull af girnilegum uppskriftum og þegar ég hnaut um þessa pavlovu-uppskrift í bókinni þá vissi ég að þetta yrði fyrsta uppskriftin sem ég myndi prófa úr þeirri bók – hún bókstaflega öskraði í mig. Við fengum gesti… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma

Kökur

Lakkrísterta með sterkum djúpum

Ég fann uppskriftina að þessari lakkrístertu í tímaritinu Hembakat síðasta sumar. Strákurinn sem bjó hana til vann e-s konar lakkrís-bökunarkeppni með þessi framlagi og mér fannst svo merkilegt að hann notaði sterkar djúpur í hana, það er ekki beint eins og hvorki djúpur né sterkar djúpur sé á hverju strái í Svíþjóð. Þær fást þó… Halda áfram að lesa Lakkrísterta með sterkum djúpum

Eftirréttir · Kökur

Piparköku-kladdkaka

Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka

Einfalt · Kökur

Grænir nornafingur

Elsti strákurinn minn átti að koma með eitthvað góðgæti með sér í halloween-partý í skólanum í vikunni og ég sem var nýbúin að sjá fullt af flottu halloween-gúmmelaði um síðustu helgi datt strax í hug frekar ógeðslegir nornaputtar sem ein fjölskyldan hafði komið með sér þá. Ég fann einfalda uppskrift og við Hilmir hjálpuðumst að… Halda áfram að lesa Grænir nornafingur