Ég hef örugglega sagt söguna af því hér áður þegar ég var vonlaus gerbakari – það misheppnaðist bókstaflega allt sem gat misheppnast þegar ger kom á e-n hátt við sögu hjá mér. Á endanum var þetta farið að fara svo í taugarnar á mér að ég ákvað hreinlega að ná tökum á gerbaksturslistinni og í… Halda áfram að lesa Pestó- og ostasnúðar
Author: Stína
Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði
Ég fór í búð um daginn og alveg óvart duttu 4 pokar af mismunandi súkkulaði og karamellu ofan í innkaupakerruna. Ég náði að hemja mig í tæpan sólahring þar til ég varð að prufa að baka úr þessum nýjungum. Butterscotch er eitthvað sem ég er búin að sjá í milljón sinnum í amerískum uppskriftum. Ég… Halda áfram að lesa Butterscotch hafrasmákökur með hvítu súkkulaði
Líbanskar ídýfur
Ég ELSKA líbanskan mat. Ég veit í alvöru ekkert betra og fer eins og oft og ég get á líbanskt veitingahús hér í borg þar sem hægt er að fá 16 smárétti (fyrir þá sem eiga leið um Stokkhólm þá heitir veitingahúsið Tabbouli – ég mæli þvílíkt með því!). Binni gaf mér fyrir mörgum árum… Halda áfram að lesa Líbanskar ídýfur
GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEÐ PEKANHNETUKURLI
Nýjasta tölublað sænska bakstursblaðins Hembakat lenti í póstkassanum í síðustu viku og þar kenndi aldeilis ýmissa girnilegra grasa, m.a. var heill þáttur um bakstur með graskerjum. Ekki beinlínis eitthvað sem mér hefði dottið í hug sjálfri en það er kannski ekkert svo skrítið, svona miðað við að maður notar oft gulrætur í bakstur. Ég ákvað… Halda áfram að lesa GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEÐ PEKANHNETUKURLI
AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂 Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
“Bántí” kaka
“Bántí” kaka 9 eggjahvítur 400 gr sykur 400 gr kókosmjöl Krem 300 gr suðusúkkulaði 100 gr smjör 6 stk eggjarauður 100 gr flórsykur Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að mynda toppa. Bætið sykrinum útí í litlum skömmtum og þeytið þar til sykurinn er alveg uppleystur. Hrærið kókosmjölinu saman við, en hrærið eins lítið og þið komist upp með. Setjið… Halda áfram að lesa “Bántí” kaka
Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA
Við erum með einn rifsberjarunna í garðinum sem við höfum vanalega nota uppskeruna af í sultu. Sem betur fer mundi ég eftir þessari dásamlegu rifsberjaböku í tæka tíð þetta sumarið, sá uppskriftina nefnilega fyrir nokkrum árum og gleymi alltaf að gera hana þegar rifsberin eru orðin þroskuð. Bakan brást ekki væntingum mínum – hún var… Halda áfram að lesa DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA
Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Sænskir „plattar“
Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“