Jól · Smákökur

Hálfmánar með sultu

Hálfmánar með sultu 800 gr Kornax hveiti 400 gr smjör við stofuhita 400 gr sykur 1 tsk hjartasalt 5 Nesbúegg 3 tsk kardimommur Sveskju- eða rabarbarasulta Slegið egg til að pennsla með Kveikið á ofninum á 190° Hnoðið öllum innihaldsefnunum saman. Fletjið út og skerið út hringi, setjið 1/2 tsk af sultu í miðjan hringinn,… Halda áfram að lesa Hálfmánar með sultu

Jól · Smákökur

Mjúkar hafrakökur með glassúr

Þegar við fluttum á Sauðárkrók ákvað ég strax að taka þátt í áhugamannaleikhúsinu sem er hér. Það leið ekki á löngu þar til boðað var til æfinga og núna erum við að sýna Emil í kattholti. Það hefur verið uppselt á 5 sýningar af 8 og telst það vera nokkuð gott og hefur að mér… Halda áfram að lesa Mjúkar hafrakökur með glassúr

Jól · Smákökur

Eplasnittur

Seinni uppskrift dagsins kemur líka úr smákökubók Hembakat. Þegar maður skoðar sænskar smákökuuppskriftir þá virðast allskyns tegundir af "snittum" vera mjög vinsælar hér, og bókin sem ég fékk er full af þeim. Ég ákvað að prófa þessar eplasnittur, ég meina smjördeig og eplamauk? Hvað getur eiginlega klikkað? Tja, ekki svo margt nema eftir á held… Halda áfram að lesa Eplasnittur

Jól · Smákökur

Appelsínudraumar

Ég baka alls ekki alltaf sömu tegundirnar á hverri aðventu. Ég er með nokkra "standarda", svosem mömmukökur, piparkökur og kurltoppa en annars finnst mér mjög gaman að finna eitthvað nýtt til að prófa. Í ár fékk ég senda heim litla smákökubók frá tímaritinu Hembakat og þar mátti  finna nóg af spennandi og girnilegum smákökuuppskriftum. Ég… Halda áfram að lesa Appelsínudraumar

Jól · Smákökur

Snickerdoodles (Kanilsmákökur)

Ég þjófstartaði jólabakstrinum daginn með þessum amerísku smákökum sem kallast Snickerdoodles (sem ég myndi segja að væri nánast óþýðanlegt á íslensku 🙂 ) Þetta eru reyndar held ég engar sérstakar jólasmákökur í Ameríku (eða það held ég a.m.k. ekki) þannig ég hljóp eflaust ekkert svo illilega á mig. Annars voru þetta næstum einu smákökurnar sem… Halda áfram að lesa Snickerdoodles (Kanilsmákökur)

Gerbakstur · Kökur · Smákökur

Kanelbullens dag

Í dag er dagur kanilsnúðsins í Svíþjóð en haldið hefur verið upp á hann allar götur síðan 1999. Tilgangurinn var annars vegar að upphefja hina miklu snúðahefð sem finnst í Svíþjóð en einnig að auka neyslu á geri, hveiti, sykri og smjörlíki (já, nei takk – við höldum okkur við smjör á þessu heimili). Ég… Halda áfram að lesa Kanelbullens dag

Smákökur

Púðursykurshafrakökur

Ég verð aðeins að dásama þennan fallega kökudisk 🙂 Ég fór í sumar með Sirrý (sú sem gaf mér bestu rabarbara böku í geyminum) í Iittala outlet hérna á Skáni. Við litla fjölskyldan eigum ekki bíl, og því greip ég tækifærið og betlaði að við kíktum í þetta outlett, þegar þau komu í heimsókn á… Halda áfram að lesa Púðursykurshafrakökur