Eftirréttir · Kökur

Dumlekladdkaka

  Í dag ætla ég að bjóða upp á enn eina kladdkökuuppskriftina 🙂 Þessi var alveg einstaklega góð að mínu mati, og eins og aðrar kladdkökur bæði einföld og fljótleg. Alveg tilvalin til að prófa á notalegum haustlaugardegi!

Gerbakstur

Epla- og karamellusnúðar

Einu sinni þoldi ég ekki gerbakstur, hann misheppnaðist alltaf, deigið var of klístrað, of þurrt, hefaði sig ekki nóg eða bara ekki neitt og var almennt bara mjög misheppnaður hjá mér. Mamma gerir heimsins bestu kanilsnúða (ég get alveg viðurkennt að mínir verða aldrei alveg jafn góðir og hennar) og það fór svo í taugarnar… Halda áfram að lesa Epla- og karamellusnúðar

Kökur

Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Bloggið hefur aðeins þurft að sitja á hakanum núna í vor og sumarbyrjun, svona þegar ég var að berjast við að klára mastersritgerðina mína.  Ég held ég hafi ekki alveg áttað mig á því þegar ég ákvað að taka LL.M gráðu samhliða vinnu hversu mikil vinna það er (fullkomin afneitun er sennilega betri lýsing!), en… Halda áfram að lesa Bananakaramellukaka með karamellusmjörkremi

Konfekt

Stökkar hafraflögur

Græðgin grípur mann stundum og þá er aldrei að vita hvað verður til í eldhúsinu. Fyrir jól fékk ég litla smákökuuppskriftabók með hemabakat blaðinu mínu, í henni fann ég uppskrift að stökkum hafraflögum sem heita á frummálinu knäckiga havreflarn. Þessar smákökur eru meira eins og konfekt heldur en kökur en þær vöktu mikla lukku. Mér… Halda áfram að lesa Stökkar hafraflögur

Brauð og bollur · Gerbakstur

Apabrauð með kanilsykri og karamellu

Ég er búin að vera með þetta kanilkúlubrauð á todo-listanum mínum í marga mánuði og fannst tilvalið að prófa það í gær. Við fjölskyldan vorum nýkomin úr sundi (og það rándýru, eitt af því sem við söknum mikið frá Íslandi skal ég segja ykkur). Þetta er eitthvað sem kallast monkey-bread eða apabrauð í ameríku og… Halda áfram að lesa Apabrauð með kanilsykri og karamellu

Jól · Konfekt · Smákökur

Skjaldbökusmákökur

Ég er búin að bíða í margar vikur eftir að fá tækifæri til að gera þessar gómsætu smákökur sem ég sá á þessari síðu. Smákökur! þetta á eiginlega meira skilt við konfekt heldur en smákökur. Þetta er fullkominn biti til að fá sér með kaffinu. Skjaldböku smákökur 128 gr hveiti 43 gr kakó 1/4 tsk.… Halda áfram að lesa Skjaldbökusmákökur