Þessi eftirréttur er algert nammi og ekki skemmir fyrir að hann lítur út fyrir að maður þurfi að vera eitthvað sjéní í eldhúsinu til að geta gert hann. Ó nei það get ég sagt ykkur að maður þarf ekki að vera. Það sem gæti helst klikkað er karamellan en hún getur brunnið við á örskotsstundu. Ég gerði Flan-ið til að hafa í eftirrétt á gamlárskvöld. Það var mjög þægilegt að geta gert eftirréttin daginn áður og því ekkert stúss í eldhúsinu fyrir mig á gamlársdag, kæró sá um matinn og því steig ég ekki fæti inní eldhúsið nema til að ná mér í söru eða annað góðgæti 😉
Flan eða Crème caramel
Búðingur
1 bolli rjómi
1/2 bolli nýmjólk
1/2 vanillustöng, fræinn skafin úr
2 egg
1 eggjarauða
salt á hnífsoddi
3 msk sykur
Karamella
1/2 bolli sykur
3 msk vatn
Hitið ofninn í 175°c. Setjið vatn í pott eða hraðsuðuketil og sjóðið. Raðið 4 litlum eldföstum mótum/ramekins smurðum með smjöri í eldfast mót.
Setið í lítinn pott rjóma, mjólkina, vanillustöngina (og fræin) og saltið. Hitið að suðu, slökkviö þá undir hellunni og látið bíða á meðan þið gerið karamelluna.
Í þykkbotna pott, setijð sykurinn og vatnið á miðlungs hita. Ekki hræra í karamellunni og alls ekki fara frá henni. Horfið á vökvann þangað til hann er tilbúinn (10 – 20 min), karamellan brennur við á engri stundu. Karamellan er tilbúin þegar hún er djúp „amber“ á litinn.
Deilið karamelluni hratt á milli ramekinsana fjöggurra og hallið þeim til að karamellan hylji botninn. Mikilvægt er að hafa hraðar hendur þar sem karamellan heldur áfram að brúnast í pottinum þó búið sé að taka hann af helluni.
Pískið saman eggin, eggjarauðuna og sykurinn. Takið vanillustöngina uppúr rjómablöndunni, hellið smá (1/2 desilíter) af rjómamixtúrinni í eggjablönduna og pískið vel á meðan. Hellið restinni af rjómamixtúrunni í eggjablönduna og pískið vel á meðan. Ágætt getur verið að láta blönduna renna svo í gegnum sigti til að ná eggjabitum ef einhverjir eru. Deilið blöndunni á milli ramekinsana.
Hellið heita vatninu í eldfasta mótið, uppað hálfum ramekin. Bakið í 35-40 mínutur eða þar til miðjan er stífnuð.
Fjarlægið úr vatnsbaðinu og látið kólna í nokkra tíma í ískáp eða yfir nótt.
Þegar bera á fram Flan-ið er beittum hníf rennt meðfram brúninni til að losa frá. Disknum sem bera á Flanið fram á er hvolft yfir ramekinið, haldið vel við formið og diskinn og flippið því þannig að diskurinn verði á réttuni og ramekinið á hvolfi. Bankið létt í ramekinið ef flanið losnar ekki, þar til það losnar.
Það var mjög þægilegt að nota glæran disk, þá sá ég hvenær flanið var komið úr fominu en það kemur ekki að sök ef maður er ekki með glæran disk, maður finnur það alveg þegar flanið losnar.
Eldrún var mjög hrifin af Flaninu og sérstaklega karamelluni, ég læt fylgja 2 myndir af henni frá gamlárskvöldi.