Kökur

GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEРPEKANHNETUKURLI

Nýjasta tölublað sænska bakstursblaðins Hembakat lenti í póstkassanum í síðustu viku og þar kenndi aldeilis ýmissa girnilegra grasa, m.a. var heill þáttur um bakstur með graskerjum. Ekki beinlínis eitthvað sem mér hefði dottið í hug sjálfri en það er kannski ekkert svo skrítið, svona miðað við að maður notar oft gulrætur í bakstur.  Ég ákvað… Halda áfram að lesa GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEРPEKANHNETUKURLI

Eftirréttir · Einfalt · Kökur

“Bántí” kaka

“Bántí” kaka  9 eggjahvítur 400 gr sykur 400 gr kókosmjöl  Krem  300 gr suðusúkkulaði 100 gr smjör 6 stk eggjarauður 100 gr flórsykur  Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að mynda toppa. Bætið sykrinum útí í litlum skömmtum og þeytið þar til sykurinn er alveg uppleystur. Hrærið kókosmjölinu saman við, en hrærið eins lítið og þið komist upp með. Setjið… Halda áfram að lesa “Bántí” kaka

Muffins

Muffins með rjómaosti og hindberjasultu

Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu

Eftirréttir · Einfalt · Kökur

DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA

Við erum með einn rifsberjarunna í garðinum sem við höfum vanalega nota uppskeruna af í sultu. Sem betur fer mundi ég eftir þessari dásamlegu rifsberjaböku í tæka tíð þetta sumarið, sá uppskriftina nefnilega fyrir nokkrum árum og gleymi alltaf að gera hana þegar rifsberin eru orðin þroskuð.  Bakan brást ekki væntingum mínum – hún var… Halda áfram að lesa DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA

Brauð og bollur · Einfalt

Sænskir „plattar“

Uppskriftin sem ég deili með ykkur í dag er uppskrift sem mig hefur lengi langað til að prófa – eiginlega pönnukökur/klattar sem er velt upp úr sykri og borin fram með allskyns gúmmelaði eftir smekk. Bakaði þetta með morgunmatnum og varð ekki svikin, nammi namm. Vel þess virði til að prófa að rólegum helgarmorgni þegar… Halda áfram að lesa Sænskir „plattar“

Eftirréttir · Kökur

Sítrónukladdkaka

Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka